Bankablaðið - 01.12.1967, Page 29

Bankablaðið - 01.12.1967, Page 29
Þing Sambands íslenzkra bankamanna Þing sambands íslenzkra bankamanna var haldið í Reykjavík dagna 7.—9. apríl s.l. í húsakynnum S.I.B. að Laugavegi 103. Formaður S.I.B. setti þingið með smttri ræðu. Bauð gesti velkomna en þeir voru: Kristján Thorlacius, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Gunnar Swedborg, formaður Sænska bankamannasambandsins, C. A. Weiser-Svendsen, varaformaður Norska bankamannasambandsins. Þá flutti Kristján Thorlacius kveðjur og árnaðaróskir BSRB, þakkaði gott samstarf og árnaði þinginu heilla og vænti þess að þing- störfin gengju vel og yrðu árangursrík fyrir bankamenn og launþega yfirleitt. Þingforsetar voru kjörnir: Vilhelm Stein- sen, deildarstjóri í Landsbankanum og Svavar Jóhannsson, skipulagsstjóri Búnaðarbankans. Þingritarar voru kjörnir: Guðjón Halldórs- son, deildarstjóri í Fiskveiðasjóði Islands og Sigurborg Hjaltadóttir, Búnaðarbankanum. Kjörbréfanefnd hafði starfað og lagði ein- róma til að öll kjörbréf væru samþykkt og var svo gjört með samhljóða atkvæðum. Kjörnir fulltrúar voru 58 frá eftirtöldum starfsmannafélögum: Starfsmannafélagi Búnaðarbankans 8 fulltr. Starfsmannafélagi Iðnaðarbankans 3 fitr. Félagi starfsmanna Landsbanka ísl. 21 fltr. Starfsmannafélagi Samvinnubankans 4 fltr. Starfsmannafél. Seðlabankans 5 fulltr. Starfsmannafélagi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis 1 fulltrúi Starfsmannafélagi Utvegsbankans 12 fltr. Starfsmannafélagi Verzlunarbankans 4 fltr. Starfsmannafélag Sparisjóðs Hafnarfjarðar sendi engan fulltrúa. Björn Magnússon, bók- ari í Sparisjóði Kópavogs sat þingið, en þar hefir ekki enn verið stofnað Starfsmannafé- lag, þar sem ekki eru nógu margir fastráðnir starfsmenn. Formaður S.I.B., Sigurður Orn Einarsson, flutti starfsskýrslu stjórnarinnar, sem hafði verið útbýtt fjölritaðri meðal þingfulltrúa. Nokkrar umræður urðu um skýrsluna. Sér- staklega um tillögu um laugardagslokunina yfir mánuðina frá miðjum maí til september- loka og breyttan opnunartíma bankanna. Þar er m.a. ákveðið að bankarnir skuli byrja af- greiðslu kl. 9.30 í stað kl. 10 og taki þess- ar reglur gildi um leið og laugardagslokunin. Gunnlaugur Björnson, Utvegsb., hóf um- ræður og gagnrýndi tillöguna og taldi að hér væri verið að lengja vinnutíma starfsfólks í ákveðnum banka. Taldi að hér væri verið að leika sama skrípaleikinn og leikinn hefði verið með laugardagslokuninni á liðnu sumri. Varpaði hann fram þeirri spurningu, hvort sambandsstjórnin hefði lagt blessun sína yfir þessa tillögu. Tillagan um laugardagslokun- ina, sem lá fyrir til umræðu, var: 1. Bankarnir loki afgreiðslum sínum á laug- ardögum frá 15. maí til 30. september. 2. Frá 15. maí 1967 breytist afgreiðslutími bankanna þannig, að þeir opni allir kl. 9.30 árdegis, en lokunartími verði óbreytt- ur frá því sem nú er. 3. Frá sama tíma verði mætingartími starfs- manna einnig samræmdur í öllum bönk- unum þannig að þeir hefji starf eigi síðar en kl. 9-15 allt árið. BANKABLAÐIÐ 27

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.