Bankablaðið - 01.12.1967, Qupperneq 29

Bankablaðið - 01.12.1967, Qupperneq 29
Þing Sambands íslenzkra bankamanna Þing sambands íslenzkra bankamanna var haldið í Reykjavík dagna 7.—9. apríl s.l. í húsakynnum S.I.B. að Laugavegi 103. Formaður S.I.B. setti þingið með smttri ræðu. Bauð gesti velkomna en þeir voru: Kristján Thorlacius, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Gunnar Swedborg, formaður Sænska bankamannasambandsins, C. A. Weiser-Svendsen, varaformaður Norska bankamannasambandsins. Þá flutti Kristján Thorlacius kveðjur og árnaðaróskir BSRB, þakkaði gott samstarf og árnaði þinginu heilla og vænti þess að þing- störfin gengju vel og yrðu árangursrík fyrir bankamenn og launþega yfirleitt. Þingforsetar voru kjörnir: Vilhelm Stein- sen, deildarstjóri í Landsbankanum og Svavar Jóhannsson, skipulagsstjóri Búnaðarbankans. Þingritarar voru kjörnir: Guðjón Halldórs- son, deildarstjóri í Fiskveiðasjóði Islands og Sigurborg Hjaltadóttir, Búnaðarbankanum. Kjörbréfanefnd hafði starfað og lagði ein- róma til að öll kjörbréf væru samþykkt og var svo gjört með samhljóða atkvæðum. Kjörnir fulltrúar voru 58 frá eftirtöldum starfsmannafélögum: Starfsmannafélagi Búnaðarbankans 8 fulltr. Starfsmannafélagi Iðnaðarbankans 3 fitr. Félagi starfsmanna Landsbanka ísl. 21 fltr. Starfsmannafélagi Samvinnubankans 4 fltr. Starfsmannafél. Seðlabankans 5 fulltr. Starfsmannafélagi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis 1 fulltrúi Starfsmannafélagi Utvegsbankans 12 fltr. Starfsmannafélagi Verzlunarbankans 4 fltr. Starfsmannafélag Sparisjóðs Hafnarfjarðar sendi engan fulltrúa. Björn Magnússon, bók- ari í Sparisjóði Kópavogs sat þingið, en þar hefir ekki enn verið stofnað Starfsmannafé- lag, þar sem ekki eru nógu margir fastráðnir starfsmenn. Formaður S.I.B., Sigurður Orn Einarsson, flutti starfsskýrslu stjórnarinnar, sem hafði verið útbýtt fjölritaðri meðal þingfulltrúa. Nokkrar umræður urðu um skýrsluna. Sér- staklega um tillögu um laugardagslokunina yfir mánuðina frá miðjum maí til september- loka og breyttan opnunartíma bankanna. Þar er m.a. ákveðið að bankarnir skuli byrja af- greiðslu kl. 9.30 í stað kl. 10 og taki þess- ar reglur gildi um leið og laugardagslokunin. Gunnlaugur Björnson, Utvegsb., hóf um- ræður og gagnrýndi tillöguna og taldi að hér væri verið að lengja vinnutíma starfsfólks í ákveðnum banka. Taldi að hér væri verið að leika sama skrípaleikinn og leikinn hefði verið með laugardagslokuninni á liðnu sumri. Varpaði hann fram þeirri spurningu, hvort sambandsstjórnin hefði lagt blessun sína yfir þessa tillögu. Tillagan um laugardagslokun- ina, sem lá fyrir til umræðu, var: 1. Bankarnir loki afgreiðslum sínum á laug- ardögum frá 15. maí til 30. september. 2. Frá 15. maí 1967 breytist afgreiðslutími bankanna þannig, að þeir opni allir kl. 9.30 árdegis, en lokunartími verði óbreytt- ur frá því sem nú er. 3. Frá sama tíma verði mætingartími starfs- manna einnig samræmdur í öllum bönk- unum þannig að þeir hefji starf eigi síðar en kl. 9-15 allt árið. BANKABLAÐIÐ 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.