Bankablaðið - 01.12.1967, Page 30

Bankablaðið - 01.12.1967, Page 30
Fundarritarar, sambandsstjórn og jundarstjóri á þingi S.I.B. 4. Ávísanaskipti Seðlabankans hefjist kl. 9 árdegis allt árið og hefjist starfstími við- komandi starfsmanna kl. 8.55. 5. Landsbanki Islands og Utvegsbanki Is- lands hafi opna gjaldeyrisskiptistöð fyrir útlenda ferðamenn á laugardögum á ofan- greindu tímabili, ef þeir telja þess þörf. Adolf Björnsson, Utvegsbankanum, taldi það öfugþróun að lengja starfstíma starfs- manna Búnaðarbankans og Utvegsbankans langt úr hófi fram. Taldi eðlilegt að máli þessu væri vísað til nefndar. Formaður, Sigurður Orn Einarsson, svar- aði fyrirspurn Gunnlaugs Björnson á þá leið, að sambandsstjórnin hafi ekki gert neina samþykkt um tillöguna um laugardagslok- unina. Hannes Pálsson, Búnaðarbankanum, taldi eðlilegt að bankarnir væru opnir hálftíma lengur á dag þann tíma sem laugardagslok- unin væri ákveðin, eða í fjóra og hálfan mán- uð, en bankarnir vildu ekki samþykkja það. Hann taldi nauðsyn á að fá sem flestar til- lögur um lausn þessa máls. Vilhelm Steinsen, Landsbankanum, taldi sjálfsagt að bankarnir yrðu opnaðir kl. 9.30, og kvað vinnutímann ekki breytast hjá meiri- hluta bankamanna. Einar A. Jónsson, Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, taldi rétt að opnunartíminn væri kl. 9.30 allt árið, en á næstu árum lengdist það tímabil er lokað yrði á laugar- dögum, þar til svo árið 1969 yrði lokað á laugardögum allt árið. Þegar hér var komið umræðum, lagði Hannes Pálsson til, að tillögum samvinnu- nefndarinnar væri vísað til allsherjarnefndar, sem var samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum. 28 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.