Bankablaðið - 01.12.1967, Page 51

Bankablaðið - 01.12.1967, Page 51
eign mína og sýnt passa, gekk ég til tollskýlis og bjóst til að kynna tollverðinum innihald tösku minnar. Mér til mikillar undrunar hafði hann engan áhuga á farangri mínum, en vís- aði mér á bækistöð Intúrist, sovézku ferða- skrifstofunnar, þar í tollskýlinu. Sömu sögu höfðu allir erlendir ferðamenn, sem ég hitti í Sovétríkjunum, að segja; tollskoðun á far- teski ferðamanna var engin. Það var ekki fyrr en ég kom til Kaupmannahafnar aftur, á heimleið, að rótað var af hinum mesta áhuga í farangri mínum og ég sektaður fyrir „forspg pá spritsmugleri". í Leningrad var mér fengið ágætt her- bergi í hótel Rossía, rétt hjá geysistórum skemmtigarði, Sigurgarðinum, sem lagður var til minningar um sigurinn yfir nazistum. Þar undu Leningradbúar sér vel á hlýjum og björmm júníkvöldum, lásu, tefldu, röbb- uðu saman, reru á bátum um tjarnir, döns- uðu, og einnig þar voru á ferðinni unglingar með transistortæki sín, og ósjaldan heyrðist „Voice of America" glymja þar í sovézkar hlustir. í þessari ógleymanlegu borg dvaldi ég í tíu daga og kynnti mér líf og atferli fólks eftir föngum, varði einum degi í að skoða hið risastóra listasafn Ermitas, sem kunnugir sögðu mér að ekki yrði skoðað til neinnar hlítar á skemmri tíma en ári, með átta stunda vinnudegi. Safn þetta er til húsa í VetrarhöIIinni, og við hana liggur hallar- torgið fræga, þar sem rússneski keisaraherinn brytjaði miskunnarlaust niður hungrað og umkomulaust fólk 9. janúar 1905, er það vildi leita ásjár hjá „föður sínum, keisaran- um" og bar fyrir liðinu myndir af honum, svo og kirkjulega fána og merki. Atakanlegt málverk af þeim hryðjuverkum sá ég síðar í Byltingarsafninu í Moskvu. Skammt þaðan er Isakskirkja, sem nú er safn. Hvolfþak hennar er húðað skíru gulli, A leiö til Leningrad, á hinu ágeeta skipi „Nadézdu Krupskaju". og fóru til þess 200 kg gulls. Dýrt væri það þak, umreiknað í íslenzkar krónur, hugsaði ég með mér, og vonandi velja þeir eitthvert ódýrara efni í þakið á Hallgrímskirkju heima. Á kvöldin sótti ég oftsinnis dýrlegar ballettsýningar og óperur fyrir lítinn pening, því að allt, sem menntun og menningu til- heyrir, er selt ódýrt í Sovétríkjunum. Þar sem ég gat án stórra vandræða bjargað mér á rússnesku, fór ég um þvera og endilanga borgina upp á eigin spýtur, og þeim, sem kynnu að trúa þjóðsögunni um ófrelsi ferða- manna og leynilögregluna vondu, hlýt ég að segja, að sú saga er engu merkilegri en sög- urnar okkar um fjörulalla og tilbera. Sömu- leiðis reyndust að sjálfsögðu heilaspuni einn þær upplýsingar, sem mér voru gefnar á leið- inni, að í Leningrad væri ekki nema eitt pósthús. Ibúafjöldi borgarinnar er um hálf fimmta milljón, ef ég man rétt, svo ég sá mig í huganum standandi í margra mílna langri biðröð, klukkutímum, ef ekki dögum saman, til að senda póstkort heim. En auðvitað var BANKABLAÐIÐ 49

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.