Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 51

Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 51
eign mína og sýnt passa, gekk ég til tollskýlis og bjóst til að kynna tollverðinum innihald tösku minnar. Mér til mikillar undrunar hafði hann engan áhuga á farangri mínum, en vís- aði mér á bækistöð Intúrist, sovézku ferða- skrifstofunnar, þar í tollskýlinu. Sömu sögu höfðu allir erlendir ferðamenn, sem ég hitti í Sovétríkjunum, að segja; tollskoðun á far- teski ferðamanna var engin. Það var ekki fyrr en ég kom til Kaupmannahafnar aftur, á heimleið, að rótað var af hinum mesta áhuga í farangri mínum og ég sektaður fyrir „forspg pá spritsmugleri". í Leningrad var mér fengið ágætt her- bergi í hótel Rossía, rétt hjá geysistórum skemmtigarði, Sigurgarðinum, sem lagður var til minningar um sigurinn yfir nazistum. Þar undu Leningradbúar sér vel á hlýjum og björmm júníkvöldum, lásu, tefldu, röbb- uðu saman, reru á bátum um tjarnir, döns- uðu, og einnig þar voru á ferðinni unglingar með transistortæki sín, og ósjaldan heyrðist „Voice of America" glymja þar í sovézkar hlustir. í þessari ógleymanlegu borg dvaldi ég í tíu daga og kynnti mér líf og atferli fólks eftir föngum, varði einum degi í að skoða hið risastóra listasafn Ermitas, sem kunnugir sögðu mér að ekki yrði skoðað til neinnar hlítar á skemmri tíma en ári, með átta stunda vinnudegi. Safn þetta er til húsa í VetrarhöIIinni, og við hana liggur hallar- torgið fræga, þar sem rússneski keisaraherinn brytjaði miskunnarlaust niður hungrað og umkomulaust fólk 9. janúar 1905, er það vildi leita ásjár hjá „föður sínum, keisaran- um" og bar fyrir liðinu myndir af honum, svo og kirkjulega fána og merki. Atakanlegt málverk af þeim hryðjuverkum sá ég síðar í Byltingarsafninu í Moskvu. Skammt þaðan er Isakskirkja, sem nú er safn. Hvolfþak hennar er húðað skíru gulli, A leiö til Leningrad, á hinu ágeeta skipi „Nadézdu Krupskaju". og fóru til þess 200 kg gulls. Dýrt væri það þak, umreiknað í íslenzkar krónur, hugsaði ég með mér, og vonandi velja þeir eitthvert ódýrara efni í þakið á Hallgrímskirkju heima. Á kvöldin sótti ég oftsinnis dýrlegar ballettsýningar og óperur fyrir lítinn pening, því að allt, sem menntun og menningu til- heyrir, er selt ódýrt í Sovétríkjunum. Þar sem ég gat án stórra vandræða bjargað mér á rússnesku, fór ég um þvera og endilanga borgina upp á eigin spýtur, og þeim, sem kynnu að trúa þjóðsögunni um ófrelsi ferða- manna og leynilögregluna vondu, hlýt ég að segja, að sú saga er engu merkilegri en sög- urnar okkar um fjörulalla og tilbera. Sömu- leiðis reyndust að sjálfsögðu heilaspuni einn þær upplýsingar, sem mér voru gefnar á leið- inni, að í Leningrad væri ekki nema eitt pósthús. Ibúafjöldi borgarinnar er um hálf fimmta milljón, ef ég man rétt, svo ég sá mig í huganum standandi í margra mílna langri biðröð, klukkutímum, ef ekki dögum saman, til að senda póstkort heim. En auðvitað var BANKABLAÐIÐ 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.