Bankablaðið - 01.12.1967, Síða 58

Bankablaðið - 01.12.1967, Síða 58
S.I.B. opnar skrifstofu og ræður starfsmann Með vaxandi umsvifnm Sambands isl- enzkra bankamanna, hefur orðið enn Ijós- ari þörfin fyrir föstum samastað fyrir sam- tökin. Þd einnig þörfin á föstum starfskrafti, sem gœti sinnt þeim störfum, sem til þess hafa verið innt af hendi i sjálfboðaliðs- vinnu. Fjárhagsgrundvöllur hefur ekki verið fyrir hendi til þessarar starfsemi og takmarkaður áhugi bankamanna, hefur gert það að verkum, að ekki hefur verið gerð tilraun til að tryggja fjárhagsgrundvöll sam- bandsins. Á siðasta ári varð loks úr þvi, að samtökin eignuðust eigin húsneeði, að Laugarvegi 103 — efstu hœð, þar sem Bankaskólinn er nú til húsa. Einnig er þar skrifstofa sam- bandsins og Bankablaðsins. Fremur litil umsvif hafa verið þar að hálfu SÍB, og húsnœðið ekki notað sem skyldi. Umrœður á helgarráðstefnunni á Akur- eyri leiddi í Ijós, að áhugi var fyrir hendi að efla sambandið og ráða starfsmann hluta úr degi. Þá voru starfsmannafélögin hvött til að tryggja fjárhagsgrundvöll samtakanna, þannig að hœgt vœri að ráða fastan starfs- mann. Einnig var gerð samþykkt á ný af- stöðnu þingi SÍB þar sem skorað var á starfsmannafélögin að heekka árgjöld félag- anna, svo að heegt veeri þegar að ráða starfs- mann. Á fundurn stjórnar SÍB hefur og verið rcctt um þessi mál. í nóvemberlok var ákveð- ið að fara þess á leit við Sigurð Guttormsson fyrrverandi formann Starfsmannafélags Út- vegsbankans, að hann teeki að sér að vinna fyrir samtökin tvo tima á dag. Varð það úr og þarf ekki að kynna Sigurð fyrir banka- mönnum. Hann hefur starfað lengi i þjón- ustu Útvegsbankans og er einn af þeim ungu mönnum, sem hafa náð eftirlauna- aldri liðlega sextugur. Mun hann starfa í skrifstofu sambandsins að Laugarvegi 103, og eru miklar vonir bundnar við starf hans. Allir sem kunnugir eru Sigurði fagna, að hann skuli hafa Ijáð máls á þvi að taka að sér fyrstu skrifstofu sambandsins. Vinna þá undirbúningsvinnu, sem þarf til að koma starfseminni af stað. Eins og fyrr segir þá er skrifstofan í húsa- kynnum sambandsins og veentir stjórn SÍB þess að bankamenn komi þar og kynni sér þá starfsemi er þar fer fram. Að svo meeltu bjóðum við Sigurð Gutt- ormsson hjartanlega velkominn til starfa fyrir islenzka bankamenn. Hann afkastar 50 tnanna starfi, en það þarf 50 menn til að þjóna kauða — og 8 til að stjórna og sjá utn hann! 56 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.