Bankablaðið - 01.12.1971, Page 4

Bankablaðið - 01.12.1971, Page 4
lögum nr. 48/1960, ræður bankaráðið aðal- bókara og aðalféhirði, en bankastjórar ráða aðra starfsmenn. Bankaráð ákveður laun starfsmanna að fengnum tillögum banka- stjóra. I lögum nr. 113/1951, um stofnun og rekstur Iðnaðarbanka Islands h.f. er ekki fjallað um ráðningu eða ákvörðun launa starfsmanna. í reglugerð nr. 186/1962, 27. gr. er bankaráðinu hins vegar falið að ráða aðalgjaldkera, aðalbókara og útibússtjóra og veita þeim lausn. Þá segir í 30. gr., að bankastjóri ráði aðra starfsmenn og segi þeim upp störfum, og að starfsmenn skuli að jafn- aði ráðnir með þriggja mánaða uppsagnar- fresti. Þess er vert að minnast, að þó Iðnaðar- bankinn sé hlutafélag, á ríkissjóður verulegt hlutafé í honum og ráðherra skipar menn í stjórn hans. I lögum nr. 46/1960, um Verzlunarbanka Islands h.f., lögum nr. 46/ 1962, um Samvinnubanka Islands h.f. og lögum nr. 71/1971, um Alþýðubankann h.f., er heldur ekki fjallað um ráðningu eða ákvörðun launa starfsfólks þessara banka. I samþykktum fyrir Verzlunarbankann nr. 19/ 1961, reglugerð fyrir Samvinnubankann nr. 11/1963 og samþykktum Alþýðubankans nr. 30/1971 eru ákvæði, hliðstæð ákvæðum þeim í reglugerð Iðnaðarbankans, sem að framan voru rakin. Hvergi er hér tekið fram, að bankaráðin skuli einhliða ákveða laun og starfskjör bankamanna og verður sú skoð- un ekki á því byggð, en til þess þyrfti skýr lagafyrirmæli. Bankaráðunum er hins vegar falið að hafa á hendi, vegna bankans, ákvarð- anir um hvernig semja skuli um laun og starfskjör bankamanna. Rétt er að athuga nokkur önnur lög. I lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 38/1954 segir í 1. gr., að þau lög taki til þeirra manna, sem séu skipaðir, settir eða ráðnir í þjónustu ríkisins með föst- um launum, enda sé ríkisstarfinn aðalstarf. Ljóst er, að bankamenn falla ekki hér undir, enda mun því ekki haldið fram. I lögum nr. 55/1962, um kjarasamninga opinberra starfsmanna segir í 1. gr. 1. mgr., að þau lög taki til þeirra manna, sem séu skipaðir, settir eða ráðnir í þjónustu ríkisins, ríkisstofnana eða atvinnufyrirtækja ríkisins með minnst þriggja mánaða uppsagnarfresti, enda verði starf þeirra talið aðalstarf. Undir þetta gætu starfsmenn ríkisbankanna fallið samkvæmt orðanna hljóðan, en með ákvæð- um 3. tl. 2. mgr. sömu greinar eru banka- starfsmenn beint undanskildir ákvæðum lag- anna. Þarf því ekki frekar til þessara laga að líta. Það mun vera nokkuð almennt viðurkennd regla, að launþegar geti sjálfir samið um laun sín og önnur starfskjör, og sá réttur verði ekki af þeim tekinn, nema með skýlausum lagafyrirmælum. Hvergi er í lögum að finna fyrirmæli um, að bankastarfsmenn séu sviptir þessum samn- ingsrétti sínum og því er ljóst, að þeir hafi slíkan samningsrétt og með hann geta sam- tök þeirra farið, sbr. ákvæði I. kafla laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Rétt er að athuga þróun kjarasamninga bankastarfsmanna á undanförnum árum. I „reglugerð" um störf og launakjör banka- starfsmanna frá því í maí 1956 er þess alls ekki getið, að bankaráðin hafi haft samráð við samtök bankamanna um kjörin. Tekið er fram um nokkra starfsmenn, hvar þeir skuli vera í launaflokkum og bankastjórnir eiga að skilgreina nánar, hvaða starfsmenn skuli vera í hverjum flokki. Þá segir í 8. gr., að bankaráð geti vikið frá ákvæðum „reglu- gerðarinnar" þegar sérstaklega standi á. Tíu árum seinna, eða í „reglugerðinni" frá því í febrúar 1966, er þetta orðið allbreytt. Launa- flokkun er öll orðin skýrari, en tekið er fram, 2 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.