Bankablaðið - 01.12.1971, Qupperneq 5

Bankablaðið - 01.12.1971, Qupperneq 5
að bankastjóm ákveði nánar hvaða starfs- menn skuli vera í hverjum launaflokki. I 11. gr. segir hins vegar, að bankastjórnirnar skuli skipa samvinnunefnd af sinni hendi, sem skuli ásamt stjórn S.I.B. skipa menn í samstarfsnefnd, er gefa skuli álit sitt um ágreiningsmál, áður en bankastjórnir eða bankaráð úrskurði um ágreining. Þá segir í 12. gr., að reynt skuli að ná samkomulagi við S.I.B. um breytingar á „reglugerðinni" áður en þær taki gildi. Þá skuli taka upp við- ræður við S.I.B. um endurskoðun á „reglu- gerðinni" ef og þegar rökstudd tilmæli komi frá S.I.B. um slíka endurskoðun. I 14. gr. segir: „Samkomulag er milli stjórna bank- anna og S.I.B. um efni reglugerðar þessarar." Bankaráð eins banka neitaði að samþykkja þetta ákvæði, en ekki virðist það hafa valdið vandræðum. Síðustu kjarasamningarnir (reglugerðin) eru frá því í febrúar 1971.1 þessum samning- um er launaflokkun, en enn segir, að kanka- stjórnir skilgreini nánar, hvaða menn skuli vera í hverjum launaflokki. I 11. gr. er nú ákveðið, að samvinnunefnd bankanna skuli af bankanna hendi hafa með höndum við- ræður og samkomulagsumleitanir við stjórn S.I.B. og umsjón með framkvæmd „reglu- gerðarinnar". Þá segir nú í 12. gr., að óski bankarnir eða stjórn S.I.B. eftir breytingum eða endurskoðun á „reglugerðinni", skulu samvinnunefndin og stjórnin þegar í stað taka upp viðræður um efnið og eigi megi gera neinar breytingar fyrr en áður hafi verið reynt að ná samkomulagi um þær. í 14. gr. er nú endurtekið, að samkomulag sé milli stjórna bankanna og stjórnar S.Í.B. um efni „reglugerðarinnar", og gerir ekkert banka- ráð nú athugasemd um þetta. í ákvæðum til bráðabirgða H-lið er nýtt ákvæði. Þar segir, að óski bankarnir eða stjórn S.Í.B. breytinga á „reglugerðinni" í lok gildistíma, 31. des. 1973, skuli tilkynna það gagnaðilj- anum með þriggja mánaða fyrirvara. Sé það ekki gert eða fyrir hver áramót þar á eftir, framlengist launaákvæði „reglugerðarinnar" óbreytt um eitt ár í senn. Af kjarasamningum þessum er ljóst, að bankaráðin hafa í reynd viðurkennt samn- ingsrétt bankamanna um kjör þeirra, sem og rétt var, en halda sér enn í úrelt orðalag, sem raunar skiptir ekki máli. Rétt er að líta til laga nr. 33/1915, um verkfall opinberra starfsmanna. Lög þessi, cem eru mjög víðfeðm, taka samkvæmt orð- um sínum til starfsmanna Landsbankans. Með dómi Hæstaréttar 5. maí 1965 var dæmt, að þau lög tækju einnig til starfs- manna Utvegsbankans. Segir í dómnum, að réttarstaða Utvegsbankans og starfsmanna hans sé hin sama og Landsbankans og starfs- manna hans. Hvor banki sé sjálfstæð stofn- un, eign ríkisins og undir stjórn ráðherra og bankaráðs. Af þessu má draga þá ályktun, að starfsmenn ríkisbankanna hafi eigi verk- fallsrétt. Hins vegar verður ekki séð, að hægt sé að fella starfsmenn hlutafélagsbankanna hér undir og verður ekki talið, að það skipti máli þótt ráðherra nefni mann í bankaráð sem hluthafi. Annan dóm Hæstaréttar er rétt að athuga. Með dómi Hæstaréttar frá 10. júní 1971 var dæmt, að vélstjórar hjá Landsvirkjun hefðu eigi verkfallsrétt, en í 3. mgr. 9. gr. laga 59/1965 segir, að fastráðnit starfsmenn Landsvirkjunar hafi réttindi og skyldur op- inberra sýslunarmanna. Um laun og önnur starfskjör vélstjóra þessara var samið af stétt- arfélagi þeirra, Vélstjórafélagi Islands, og Vinnuveitendasambandi íslands, sem Lands- virkjun var aðili að. I kjarasamningum var tekið fram, að hann væri uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara. Af dómi þess- um verður sú ályktun dregin, að þótt menn BANKABLAÐIÐ 3

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.