Bankablaðið - 01.12.1971, Page 8

Bankablaðið - 01.12.1971, Page 8
arinnar. Þar á eftir voru flutt ávörp og af- mælis Norræna bankamannasambandsins minnzt, en þar sem ég hlaut að sitja allfjarri ræðustóli og heyrði því ekki vel, kann ég ekki að segja gerla frá orðum ræðumanna. Hádegisverður var snæddur í Park Avenue hótelinu, plokkfiskréttur og ropvatn með, en hvorki fylgdi grautur né súpa. Þjónustu- lið var búið skartklæðnaði, þjónar í hvítum jökkum með axlaskrauti, sem hver hershöfð- ingi hefði mátt vera montinn af, og þernur ámóta vel til fara. Vinstra megin á barmi þeirra var eitthvert merki saumað í klæðn- aðinn, en ekki tókst mér að lesa á það, því að þrýstinn barmur þeirra dillaði svo ákaf- lega, er þær trítluðu um gólfið, að öll stafagerðin hvarf eins og í móðu fyrir aug- um mér, og ég greip mig hvað eftir annað í því að vera hætmr að horfa á sjálft merkið. Að loknum hádegisverði hófust þingstörf, nöfn fulltrúa voru lesin upp, embættismenn þingsins valdir, og var Hannes Pálsson kjör- inn annar fundarstjóri. Þá var flutt skýrsla um starfsemi sambandsins 1968—70, lesnir upp reikningar og gerðar tillögur um laga- breytingar. Síðan var flutt erindi um at- vinnulýðræði og það rætt. Töluðu menn af svo harðsnúnum lærdómi um málið, að ég efast um, að ég hefði skilið fræðilegt erindi um afstæðiskenninguna neitt lakar. Það eitt man ég, að einhver bar það á annan ræðu- mann, að hann hefði borið alllangt frá um- ræðuefninu og kvað hann í því líkan norsk- um presti, sem lagt hefði út af ræðutexta sínum í eitt skipti fyrir öll og aldrei komið að honum aftur. Kvöldverður var snæddur í hátíðasalnum í Liseberg, sem er Tívolí Gautaborgar. Þar var glatt á hjalla og mikið sungið. A eftir var gengið um skemmtigarðinn og síðan farið fótgangandi heim á hótelið og sagðar gaman- sögur á leiðinni. Daginn eftir, sem var sunnudagurinn 5. september, hófst þingfundur kl. 9.30. Þá var rætt um starfsmat og enn bætt við ýmsu fróðlegu um atvinnulýðræðið, og þótti mér nú sem enn væri hert á spekinni með tor- skildum fræðiheitum og hástemmdu harð- lífisorðfæri. Fór nú flest fyrir ofan garð og neðan hjá mér, fákænum, og tók mig að syfja allþrælslega. Hrökk ég þó upp, er ein- hver þrengdi sér fram hjá mér og hnaut um fætur mína, og kvað ég þá vísu: Mikið var það málaskraf, margur sáran stundi, en ég löngum sat og svaf sætt á hverjum fundi. Loks var rætt um framtíðarstörf sam- bandsins, snæddur hádegisverður, og þing- störfum síðan haldið áfram í svipuðum dúr til kl. 17. Kvöldmatur var etinn í hátíðasal borgar- stjórnar, í boði hennar, en það hús var áður kauphöll og ber það nafn enn. Þar voru fluttar ræður allmargar, flestar stuttar, til allrar guðsmildi. Af okkar hálfu flutti Ein- varður Hallvarðsson ávarp, verðlaun voru 6 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.