Bankablaðið - 01.12.1971, Page 11

Bankablaðið - 01.12.1971, Page 11
Sambandsþing 1971 Reglulegt þing Sambands íslenzkra banka- manna var haldið í húsakynnum sambands- ins að Laugavegi 103, Reykjavík, dagana 19., 20. og 21. apríl 1971. Formaður sam- bandsins, Hannes Pálsson, setti þingið og minntist í upphafi látinna félaga. Þingforsetar voru kjörnir Helgi Bachmann og Guðmundur Arnason og þingritarar þau Sigurborg Hjaltadóttir og Sveinbjörn Egils- son. Nefndir þingsins skipuðu: Kjörbréfanefnd: Arni Sveinsson, Adolf Björnsson og Guðmundur Arnason. Uppstillingarnefnd: Sólon Sigurðsson, María Pétursdóttir, Guðmundur Arnason, Skúli Sigurgrímsson, Þór Símon Ragnarsson, Aðalsteinn Olafsson, Bjarni Tómasson og Einar A. Jónsson. Allsherjarnefnd: Adolf Björnsson, Þor- steinn Egilsson, Gunnar Már Hauksson, Gunnar Sigurjónsson, Aðalsteinn Júlíusson, Eiríkur Hannesson og Stefán M. Gunnarsson. Gestir þingsins voru Gunnar Swedborg frá Svíþjóð, Fr. Holst Pedersen frá Noregi, Kristján Thorlacius, form. BSRB, og Ing- ólfur Stefánsson frá Farmanna- og fiski- mannasambandi Islands, og fluttu þeir allir stutt ávörp í þingbyrjun. Formaður sambandsins flutti skýrslu stjórn- arinnar, sem síðar var útbýtt fjölritaðri til þingfulltrúa. Þennan fyrsta dag þingsins þágu fulltrúar boð bankamálaráðherra, sem haldið var í ráð- herrabústaðnum. * A öðrum degi þingsins flutti bankamála- ráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, erindi um þróun íslenzkra bankamála, og ennfremur flutti Asgeir Magnússon forstjóri erindi um hóptryggingar. Olafur S. Ottósson, gjaldkeri sambandsins, flutti og skýrði reikninga liðins kjörtíma- bils og voru þeir samþykktir. A kjörtímabilinu hafði starfað Laga- og skipulagsnefnd undir forsæti Sigurðar Arnar Einarssonar, og flutti Sigurður skýrslu nefnd- arinnar og tillögur til lagabreytinga. Hér fara á eftir þær tillögur og ályktanir, sem þingið samþykkti: Kosningar: I stjórn fyrir næsta kjörtímabil, sem er tvö ár, voru kosin: Formaður: Hannes Páls- son. Aðalmenn í stjórn: Guðjón Halldórsson, Olafur S. Ottósson, Stefán M. Gunnarsson og Þorkell Magnússon. Til varastjórnar: Einar Ingvarsson, Aðal- steinn Olafsson, Jón G. Bergmann og Ragn- heiður Hermannsdóttir. Endurskoðendur voru kjörnir: Olafur Gunnlaugsson og Jóhann T. Ingjaldsson, til ✓ vara Arni Sveinsson. Arshátíð sambandsins var að kvöldi síð- asta þingdags, sem bar upp á síðasta vetrar- dag, haldin að Hótel Sögu, Súlnasal, og var þar húsfyllir og almenn ánægja samkomu- gesta. Undirbúningur allur fyrir þá hátíð var undir öruggri stjórn Adolfs Björnssonar. A síðasta degi þingsins voru tillögur Laga- og skipulagsnefndar ræddar og fara hér á eftir lög Sambands íslenzkra bankamanna eins og þau voru samþykkt í heild af þinginu. BANKABLAÐIÐ 9

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.