Bankablaðið - 01.12.1971, Síða 13

Bankablaðið - 01.12.1971, Síða 13
Nokkrir forystumenn norrxnna bankamanna. 8. gr. A sambandsþingi skulu þessi mál tekin fyrir: 1. Skýrsla sambandsstjórnar. 2. Reikningsskil. 3. Lagabreytingar. 4. Kosning stjórnar. 5. Kosning tveggja endurskoðenda og tveggja til vara. 6. Akvörðun um árgjöld sambandsfélaga. 7. Onnur mál. IV. SAMBANDSSTJÓRN. 9. gr. Stjórn sambandsins skal kosin til tveggja ára í senn. Skal hún skipuð 5 bankamönnum búsettum í Reykjavík eða nágrenni. Stjórnarkjöri skal hag- að þannig, að formaður sé kosinn sér, en hinir fjórir saman og skipta þeir með sér störfum vara- formanns, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda. Heimilt skal þeim aðildarfélögum, er engan full- trúa eiga í fullskipaðri sambandsstjórn, að til- nefna einn fulltrúa hvert til setu á stjórnarfund- um með málfrelsi og tillögurétti, en án atkvæðis- réttar. Skylt er að boða þá fulltrúa á alla fundi fullskipaðrar stjórnar. Um formann skal fram fara bundin leynileg kosning milli þeirra, er uppstillingarnefnd mælir með og hinna, sem studdir eru af öðrum þing- fulltrúum. Hvert framboð skal stutt fimm með- mælendum eða fleiri. Fái ekkert formannsefni hreinan meirihluta greiddra atkvæða í fyrstu um- ferð, skal fara fram bundin leynileg kosning milli þeirra tveggja, er flest atkvæði fengu í fyrri umferð og er þá sá rétt kjörinn, er fleiri atkvæði hlýtur. Við kosningu meðstjórnenda og varastjórnenda má viðhafa hlutfallskosningu. Skulu þá fundar- stjóra afhentir listar með 8 nöfnum, 4 aðalmönn- um og 4 til vara, og fylgi hverjum lista minnst 5 meðmælendur. Sé hlutfallskosning ekki við höfð, skal kosið eftir sömu reglum og við for- mannskjör, með þeirri breytingu, að kosnir eru 4 saman í stað 1. Þá skulu kosnir 4 varastjórn- BANKABLAÐIÐ 11

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.