Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 14
endur og eru þeir, er flest atkvæði fá, réttkjörn-
ir og skulu taka sæti í aðalstjórn í þeirri röð,
sem þeir eru kosnir.
í þessum kosningum ræður hlutkesti úrslitum
séu atkvæði jöfn. Að öðru leyti fer kosningin
fram eftir nánari ákvörðun þingsins.
10. gr.
Stjórn sambandsins stjórnar málefnum þess
milli þinga og er fulltrúi sambandsfélaga í þeim
málum, er varða stéttina almennt. Hún boðar til
sambandsþinga, sbr. 7. gr. Einnig getur hún kvatt
til aukaþinga, þyki henni nauðsyn til bera, og
er skylt að gera það ef 10 fulltrúar eða fleiri
óska þess.
Aðal stjórnarfundir skulu haldnir svo oft sem
stjórninni þykir við þurfa og eru þeir lögmætir
ef meirihluti hennar er mættur. Gerðabók skal
haldin yfir fundi þessa og undirrituð hverju sinni
af viðstöddum stjórnarmönnum.
Fullskipuð sambandsstjórn, aðalstjórn og vara-
stjórn, skal koma saman til fundar eigi sjaldnar
en einu sinni á hverjum þrem mánuðum, og
oftar ef ákvörðun þarf að taka um meiriháttar
mál að dómi aðalstjórnar.
Á þessa fundi skal einnig boða formenn aðild-
arfélaganna.
Stjórnin boðar til almennra funda bankamanna,
ef mikilvæg mál, sem stéttina varða, eru á dag-
skrá. Hún lætur gera skýrslur um það, sem gerist
á sambandsþingum, og skulu þær birtar í Banka-
blaðinu. Sambandsstjórninni er heimilt að skipa
nefndir sér til aðstoðar og til þess að vinna að
sérstökum málum.
V. FJÁRMÁL.
11. gr.
Árlegan skatt aðildarfélaga til sambandsins skal
ákveða á sambandsþingi fyrir tvö ár í senn. Ofé-
lagsbundnir einstaklingar, sbr. 4. gr., greiði skatt
á sama hátt til sambandsins. Skuldi félag skatt
fyrir meira en eitt ár, missir það réttindi sín í
sambandinu. Félögunum ber að senda sambands-
stjórninni skrá yfir meðlimi sína 1. janúar ár
hvert og skulu greiða skattinn samkvæmt henni
fyrir 31. desember sama ár.
12. gr.
Reikningsár sambandsins miðast við febrúar-
lok ár hvert.
Reikningsskil skulu gerð árlega. Reikningar
skulu yfirfarnir og eignir kannaðar af endurskoð-
endum sambandsins.
VI. KJARANEFND.
13. gr.
Eftir hvert reglulegt sambandsþing er stjórn-
inni heimilt að kjósa 3 menn, sem ásamt for-
manni sambandsstjórnar og starfsmanni sambands-
ins mynda kjaranefnd.
Verkefni nefndarinnar eru:
a) Að fylgjast með þróuninni á hinum al-
menna launamarkaði.
b) Safna tillögum frá aðildarfélögunum um
breytingar á launareglugerð.
c) Undirbúa launasamninga og leggja tillögur
fyrir sambandsstjórn.
d) Sitja, ásamt sambandsstjórn, samningafundi
með Samvinnunefnd bankanna.
14. gr.
Sambandið er aðili að Norræna bankamanna-
sambandinu — N.B.U. — og tekur þátt í störfum
þess samkvæmt gildandi lögum þess á hverjum
tfma.
VIII. BANKABLAÐIÐ.
15. gr.
Málgagn sambandsins er „Bankablaðið". Sam-
bandsstjórn tilnefnir þriggja manna blaðnefnd til
tveggja ára í senn og er verkefni hennar að út-
vega efni og stuðla að sem beztri fjárhagslegri af-
komu blaðsins.
Stefnt skal að því að blaðið komi út ársfjórð-
ungslega.
Æskilegt er að ritstjóri sé starfsmaður sam-
bandsins.
Starfsmaður annist fjárreiður blaðsins og skulu
reikningar þess kannaðir af endurskoðendum sam-
bandsins og lagðir fyrir sambandsþing til sam-
þykktar.
IX. HEIÐURSMERKI.
16. gr.
Heiðursmerki S.I.B. er merki sambandsins úr
gulli. Heiðursmerki er veitt íslenzkum og er-
12 BAN KABLAÐIÐ