Bankablaðið - 01.12.1971, Qupperneq 16

Bankablaðið - 01.12.1971, Qupperneq 16
og bankafólki gefinn kostur á að sækja um þær. Tryggt verði, að ekki sé gengið fram hjá hæfu bankastarfsfólki við skipan í þessi emb- ætti sem og önnur störf innan bankanna. 6. Þing S.Í.B. haldið 19.—21. apríl felur stjórn S.I.B. að semja um hóptryggingar fyrir bankastarfsfólk við stjórnendur bankanna. Telur þingið eðlilegt, að bankastarfsfólk taki þátt í þeim kostnaði sem af þessu leiðir. Þó skal hlutdeild starfsfólks aldrei vera stærri hundraðshluti af heildariðgjöldum vegna hóp- trygginganna en nú er af iðgjöldum eftir- launasjóða ríkisbankanna. Þingið bendir á nauðsyn þess að áfram verði unnið að því að koma á atvinnuleysis- tryggingum fyrir bankafólk. 7. Þingið ítrekar fyrra álit sitt um, að all- ir íslenzkir bankamenn njóti sambærilegra eftirlaunaréttinda og leggur áherzlu á að þeim samningum, sem nú er unnið að í þá átt, verði lokið hið fyrsta. 9. Þingið telur nauðsynlegt að stefnt sé að því að auka starfsemi skrifstofu sam- bandsins, ráðinn verði starfsmaður, er hafi framkvæmdastjórn á vegum sambandsins að aðalstarfi, meðal annars sjái um erindrekstur á vegum sambandsins, og telur eðlilegt, að skrifstofu sambandsins verði settar nánari reglur um verksvið og starfsemi. 10. Þing Sambands ísl. bankamanna hald- ið 19-—21. apríl 1971 hvetur til þess, að upp verði tekið meira og nánara samstarf milli einstakra launþegasamtaka en verið hefur til þessa. Stefnt skuli að því að koma á fót sameiginlegri hagstofnun fyrir laun- þegasamtökin og telur þingið að rekstur slíkrar stofnunar sé í þágu bæði launþega og atvinnurekenda. 11. Þing Sambands ísl. bankamanna hald- ið 19.—21. apríl 1971 felur stjórn sam- bandsins að kanna, hvort framkvæmd ný- samþykktar launareglugerðar er í þeim anda, sem hugsað var við undirritun reglugerðar- innar og koma þegar fram þeim leiðrétting- um, sem þurfa þykir. I þessu sambandi er sérstaklega bent á eftirtalin atriði. Reglur þær, sem fylgt hefur verið í bönk- unum um skipan starfsfólks í þrep hvers launaflokks. Sameining sú, sem bankarnir framkvæmdu á 46 þrepum gamla launakerfisins og 37 þrepum nýja launakerfisins. Utreikningar á áfangagreiðslum launa- hækkananna. 12. Þingið skorar á stjórn S.I.B. að vinna að því, í samvinnu við skólanefnd Banka- mannaskólans og bankastjórnir, að fastmóta framtíðarstefnu Bankamannaskólans þannig, að hann veiti bankamönnum fullkomna fag- lega menntun í hinum ýmsu bankastörfum. 13. Þingið ítrekar þá áskorun til stjórnar S.Í.B. frá síðasta sambandsþingi, að hún kanni starfsaldur karla og kvenna í öllum bönkum í hverjum launaflokki, með sér- stöku tilliti til framkvæmdar hinnar nýju launareglugerðar og að lögum um launa- jöfnuð karla og kvenna frá 1961 sé fram- fylgt fullkomlega í bönkunum. Aðrar tillögur: „Sambandsþing 1971 samþykkir að ár- gjald til sambandsins fyrir árið 1971 verði kr. 750,00. Ennfremur að árgjald fyrir 1972 verði kr. 1000,00." „Þing S.Í.B. haldið 19.—21. apríl fagnar heimkomu handritanna af heilum hug." 14 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.