Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 20

Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 20
-f- Alfred Netland Er ikke hver som har kjent dem mer rik enn de döde var — for menn har hatt dem som venner og harn har hatt dem til far. Nordahl Grieg (De beste). Með Alfred Netland er fallinn frá einn dáðasti forustumaður bankamanna á Norð- urlöndum. Alfred Netland lagði fram krafta sína í þágu félaga sinna í Norska bankamanna- sambandinu um langt árabil. Hin síðari ár var hann formaður þeirra samtaka og jafn- framt stjórnarmaður Norræna bankamanna- sambandsins. í vor stjórnaði Alfred Netland landsfundi Norska bankamannasambandsins, helsjúkur, en með þeirri reisn og virðuleika, sem ætíð hafði einkennt hann. I lok landsfundarins baðst hann undan endurkjöri og mælti jafn- framt með 'eftirmanni sínum. Allir, sem sátu landsfundinn, vissu það gjörla, án þess gætti nokkurs staðar, að Alfred Netland myndi ekki eiga afturkvæmt til stjórnarstarfa, held- ur var hann að kveðja félaga sína fyrir fullt og allt, — en hann gerði það eins og sá, er á langan dag framundan. Það verður mönnum ógleymanlegt. Landsfundurinn var haldinn í Kristian- sand, heimabæ Alfreds Netlands. Það var táknrænt, að hann, sem var mikill framá- maður í bæjarfélaginu, skyldi einmitt hér stjórna landsfundi Norska bankamannasam- bandsins í síðasta sinni. Heiðríkja vorsins ríkti hið ytra. Andi samstarfs og einhugar ríkti innan dyra undir ákveðinni stjórn Al- freds Netlands, sem mótuð var af mildi hans og hlýju. Islenzkir bankamenn eiga þessum ágæta Norðmanni mikið og margt að þakka. Aífred Netland var alltaf reiðubúinn til að rétta okkur hjálparhönd og af góðum skimingi mætti hann okkur á miðri leið. Það skipti ávallt miklu máli um úrslit og ákvarðanir, hvað Alfred Netland lagði til mála, — slík voru áhrif hans. Menn virtust taka meira tillit til hans, en fl'estra annarra. Framkoma hans var þannig, að allir fengu það álit á honum, að hann væri maður traust- ur og gæddur mikilsverðum hæfileikum. Samskipti við hann urðu því eftirsóknar- verðari, sem þau urðu nánari. Það leyndi sér ekki, að Alfred Netland var til forustu fallinn og hann sýndi það i öllu því, er hann tók sér fyrir hendur. Hann naut mikillar virðingar og trausts um öll Norðurlönd, og nú, þegar hann er horfinn fyrir aldur fram, er hann harmdauði öllum, sem höfðu af honum einhver kynni. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr et sama; en orðstírr deyr aldrigi hveims sér góðan getr. Guðjón Halldórsson. 18 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.