Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 22

Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 22
starfa við þessa götu tveir bankar, Samvinnu- banki Islands h.f. og Verzlunarbanki Islands h.f., svo að nafn götunnar heldur áfram að vera réttnefni). Þremur árum síðar, árið 1889 flymr Landsbankinn í eigin húsakynni í nýju og vönduðu húsi, er stóð á horni Austur- strætis og Pósthússtrætis. Húsið var byggt úr steini, en innviðir úr timbri eftir teikningu dansks húsameistara að nafni Thuren. I brun- anum mikla, 25. apríl 1915, brann hús Lands- bankans, en öruggar geymslur forðuðu því, að mikilvægustu skjöl hans og fjármunir yrðu eldinum að bráð. Starfsemi Landsbankans var á hrakhólum nokkur ár eftir brunann, var fyrst í þröngu húsnæði í Pósthúsinu og síðar í húsi Nathans og Olsen, sem nú er Reykjavíkurapótek. A árinu 1924 var tekið í notkun nýtt bankahús, sem byggt var á rústum þess gamla, og verið hafa höfuðstöðvar bankans síðan. Þetta hús teiknaði Guðjón Samúels- son, húsameistari, í sama stíl og hið eldra, en miklum mun stærra. Ber það enn með sér, að vel var til þess vandað og talsverður íburð- ur í innréttingum, svo sem tréskurður og annað því um líkt, ber enn ríkulegan vott um. Þessi húsbygging hefur og að geyma merkileg veggmálverk eftir Jóhannes Kjarval og Jón Stefánsson, sem reynt verður að varð- veita með bezta móti. Landsbankinn keypti Ingólfshvol árið 1928 og hóf þar starfsemi 1932. Sex árum síðar byggir bankinn tengibyggingu milli keypti Landsbankinn Edinborgarhúsið, Hafn- arstræti 10—12. Nú hefur því verið breytt aðallega að innan og Ingólfshvoll brotinn niður, en byggður upp að nýju, þannig að öll þessi þrjú hús eru nú sambyggð innan sem utan. Þar með hefur Landsbankinn auk- ið og þó sérstaklega endurskipulagt húsakost sinn að verulegu leyti frá rótum. Aukning bankastarfseminnar hefur verið mikil á síðustu áratugum og hefur að sjálf- sögðu fylgt auknum og breyttum verkefnum innan þjóðfélagsins. Það hefur orsakað sí- vaxandi þörf fyrir meira húsnæði og betri starfsskilyrði starfsfólksins. Hvað Landsbank- ann snertir var það og Seðlabankinn, sem í fyrstu var innan Landsbankans og síðar sjálfstæð stofnun, árið 1961, er einnig jók á húsnæðisþörfina, en þessir tveir höfuð- bankar landsins hafa frá því fyrsta verið í sambýli og eru enn. Til nokkurrar glöggvunar á þeirri öru þróun, sem orðið hefur í bankastarfseminni á undanförnum árum, má benda á að færslu- fjöldi í sparisjóðsdeildum Landsbankans á Reykjavíkursvæðinu var árið 1960 260 þús- und færslur. Tíu árum síðar eða árið 1970 var færslufjöldinn 1565 þúsund færslur, þar af voru ávísanir ca. 70%. I hinum nýja afgreiðslusal bankans er veggmynd (mosaik) eftir Nínu Sveinsdóttur og mun vera eitt síðasta listaverk hinnar látnu listakonu. Efni myndarinnar er sótt í Eglu og er mikið og gott verk. Bankablaðið árnar Landsbanka Islands, stjórn hans og starfsmönnum, allra heilla í tilefni þessara þáttaskila í sögu hans. G. H. 20 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.