Bankablaðið - 01.12.1971, Síða 25

Bankablaðið - 01.12.1971, Síða 25
Vígslu- og afmælisræða Ræða, er Jónas Haralz, bankastjóri Landsbanka íslands, flutti á 85 ára afmæli Landsbankans. Viðskiptaráðherra Gylfi Þ. Gíslason og frú, Una Dóra Copley og Alfred Copley. Aðrir virðulegir gestir. Um þessar mundir eru 85 ár liðin síðan Landsbanki Islands tók til starfa. Hóf hann starfsemi sína hinn 1. júlí árið 1886, en Landsbanki Islands var stofnaður með lög- um frá 18. september 1885. Stofnun hans átti alllangan aðdraganda og urðu miklar umræður og bollaleggingar á Alþingi og öðrum opinberum vettvangi áður en unnt reyndist að koma bankamálinu í örugga höfn. Sýndist sitt hverjum um hvaða fyrir- komulag hentaði okkur bezt varðandi fram- tíðarskipan íslenzkra peninga- og bankamála. Allt fram að síðustu aldamótum má heita, að erlend verzlun hafi verið allsráðandi hér á landi. Það var ekki fyrr en á síðari hluta aldarinnar, að þjóðræknir og framsæknir menn hófust handa um að flytja verzlunina inn í landið og byggja upp að nýju hina fornu atvinnuvegi þjóðarinnar, landbúnað og fiskveiðar. Varð mönnum þá fljótt ljóst, að til þess að renna stoðum undir sjálfstæða atvinnuvegi landsins var ekki um annað að ræða en að mynda fjármagn með einhverj- um hætti, en þó fyrst og fremst með því að hagnýta það fé, sem dreift var um byggðir landsins og lá ónotað í handraðanum. Það leið því ekki á löngu, eftir að Alþingi Islendinga hafði verið endurreist árið 1845, að raddir kæmu fram þar um, að koma þyrfti á fót traustum og áreiðanlegum fjármiðlun- arstofnunum, bönkum og sparisjóðum. Hreyfði Jón Johnsen yfirdómari þessu máli þegar á Alþingi árið 1847. Benti hann á, hversu nauðsynlegt það væri „að koma á sparnaðarsjóðum hér á landi", eins og hann orðaði það. Ekki varð þó mikið úr fram- kvæmdum að sinni, og mun bæði getuleysi og skilningsleysi hafa komið til. Málinu var þó ávallt haldið vakandi, enda var öllum glögg- um og framsæknum mönnum ljóst, hvílíkt hagsmunamál hér var um að ræða fyrir landsmenn alla. I lögum um Landsbanka Islands var tekið fram, að tilgangur hans skyldi vera að greiða fyrir peningaviðskiptum í landinu og styðja að framförum atvinnuveganna. Var þetta að sjálfsögðu eðli málsins samkvæmt. Fjármagns var í fyrstu aflað með þeim hætti, að gefnir voru út svonefndir Lands- sjóðsseðlar að fjárhæð 500 þúsund krónur, og þeir síðan fengnir bankanum til ráðstöf- unar sem lán úr Landssjóði. Þetta var nýstár- leg fjáröflunaraðferð, en var ekki í samræmi við hugmyndir bankamanna á þeim tímum. Urðu miklar deilur um þessa fjáröflunarleið og töldu sumir, að hún mundi leiða til fjár- málalegs öngþveitis. Sú varð þó ekki raunin, sem betur fór, en ekki skal vikið nánar að því hér. Mörgum þótti útlit þessara seðla ekki fagurt og þeir vildu endast illa, því að pappírinn var fremur lélegur. Menn notuð- BANKABLAÐIÐ 23

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.