Bankablaðið - 01.12.1971, Síða 26

Bankablaðið - 01.12.1971, Síða 26
ust samt við þá í nærri tuttugu ár, en þeir voru dregnir úr umferð með lögum frá 1905 laust eftir að Islandsbanki tók til starfa. Fyrsti bankastjóri Landsbanka íslands var Lárus Sveinbjörnsson háyfirdómari og gegndi hann hinu nýja starfi ásamt embætti sínu, enda voru umsvif bankans ekki meiri en það fyrst framan af. Auk hans voru tveir með- stjórnendur, svonefndir gæzlustjórar, þeir Jón Pétursson háyfirdómari og Eiríkur Briem prófessor. Starfsmenn voru tveir, bókari Sig- hvatur Bjarnason síðar bankastjóri Islands- banka og féhirðir Halldór Jónsson. Umsvif bankans voru ekki mikil fyrst fram- an af, en smám saman óx honum fiskur um hrygg. Varð mönnum fljótt ljóst, hvílík lyfti- stöng slík stofnun gat orðið ef vel væri á haldið. Til þessa hafði varla sézt peningur í umferð manna á milli, öll viðskipti fóru fram með vöruskiptum eða „innskrift". Pen- ingaleysið var almennt og tálmaði svo öll- um kaupum og sölum, að við, sem nú lifum, eigum örðugt með að gera okkur grein fyrir, hvernig hægt var að komast af án allrar fyrir- greiðslu í þessum efnum. Með tilkomu Landsbankans urðu smám saman mikil umskipti í þessum efnum. Menn gátu nú breytt vöru sinni í reiðufé, væri á annað borð um útgengilegan varning að ræða. Bankinn lánaði íslenzkum verzlunar- mönnum peninga þannig, að verzlun og við- skipti flutmst smám saman inn í landið og þar með sá hagnaður, sem að öðrum kosti hlaut að hverfa úr landinu í hendur erlendra kaupmanna. Hin gamla selstöðuverzlun, sem um langan aldur hafði þjakað landsmenn, lognaðist út af. En mikilvægastur af öllu var þó sá stuðningur, sem bankinn veitti fiskveiðum og útgerð landsmanna. Arabát- arnir gömlu og hættulegu lögðust niður og hurfu með öllu, en í staðinn komu þilskip og síðan vélknúin skip. Þar með var brotin leið til sívaxandi velmegunar og framfara. 24 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.