Bankablaðið - 01.12.1971, Síða 27
Má segja, að hér hafi í rauninni verið um
beina atvinnubyltingu að ræða og megum
við nú á þessum merkisdegi bankans gleðj-
ast yfir þeim veigamikla þætti, sem þessi
gamla og virðulega stofnun okkar átti í þess-
ari gagngeru breytingu á högum allrar þjóð-
arinnar.
Þannig jukust umsvif bankans jafnt og
þétt og þar kom, að ekki varð hjá því komizt
að ráða bankastjóra, sem hefði stjórn bank-
ans að aðalstarfi. Var Tryggvi Gunnarsson,
hinn kunni athafnamaður ráðinn í það starf
árið 1893. Gerðist hann brátt umsvifamikill
í starfi og stóð um hann mikill styrr, svo sem
kunnugt er. Hann hófst þegar handa um
byggingu nýs bankahúss, enda brýn þörf
sakir mikilla og sívaxandi viðskipta. Var
það hús tekið í notkun árið 1899, en bygg-
ingarsögu Landsbanka Islands verða gerð skil
hér á eftir.
Þótt vegur og áhrif Landsbankans færi
þannig vaxandi með ári hverju hafa vitanlega
skipzt á skin og skúrir, og enginn skyldi
halda, að starfsemi hans hafi þróazt sjálf-
krafa og fyrirhafnarlaust og án átaka. Því
fer víðs fjarri. Kom jafnvel um eitt skeið
til orða að gera hann upp og leggja hann
undir Islandsbanka, sem stofnaður var af
erlandum fjármálamönnum skömmu eftir
Veggmynd (mósaík) eftir Nínu Sveinsdóttur í afgreiðslusal Landsbankans.
BANKABLAÐIÐ 25