Bankablaðið - 01.12.1971, Qupperneq 28
LJr afgreiðslusal
Landsbankans.
síðustu aldamót. Tókst Magnúsi Stephensen
landshöfðingja á síðustu stundu að bjarga
því máli á Alþingi 1901, þegar rætt var
um og ákveðið að stofna hinn nýja banka.
Eg hef nú aðeins drepið á örfá atriði varð-
andi aðdraganda, stofnun og upphaf að starf-
semi Landsbanka Islands, en það er ekki ætl-
un mín að gera þróunarsögu bankans þau 85
ár, sem hann hefur starfað, nein skil.
Það er öllum ljóst, sem til þekkja, að bank-
inn hefur sigrazt á öllum þeim örðugleikum,
sem á vegi hans hafa verið. Hann hefur
reynzt lífseigur og ávallt megnað að styðja
atvinnu- og viðskiptalíf landsmanna með
þeim hætti, sem raun ber vitni.
Þetta hefur getað gerzt vegna þess, að
bankinn hefur notið vaxandi trausts utan
lands sem innan og starfsemi hans því sí-
fellt farið vaxandi. Þó hefur vöxtur hans
verið hvað mestur síðustu tvo til þrjá ára-
tugina. Engin tök eru á að gera nokkra við-
hlítandi grein fyrir þeirri þróun hér á þess-
um stað, enda mun flestum yðar vera kunn-
ugt um það í höfuðdráttum. Þó vil ég geta
þess. að síðasta aðaltala jafnaðarreiknings
við árslok 1970, var hvorki meira né minna
en 7,7 milljarðar króna. En það, sem ef til
vill gefur enn betri hugmynd um vöxt starf-
seminnar í heild er sjálfur afgreiðslufjöldinn.
Samkvæmt upplýsingum, sem ég hef undir
höndum, var færslufjöldi í sparisjóðsdeild á
öllu landinu árið 1940 108 þúsund, en 1960
260 þúsund. Árið 1970 var færslufjöldi á
Reykjavíkursvæðinu einu saman kominn
upp í 1565 þúsund. Á hlaupareikningum
var færslufjöldinn 1940 77 þúsund og 1960
266 þúsund. Á Reykjavíkursvæðinu var þessi
tala komin upp í 900 þúsund árið 1970. Inn-
heimtur voru á öllu landinu um 7 þúsund
árið 1940 en 27 þúsund 1960. Þær voru á
Reykjavíkursvæðinu 104 þúsund árið 1970,
svo nokkrar tölur séu nefndar.
Þessi gífurlega aukning hefur vitanlega
fyrst og fremst mætt á starfsliði bankans,
þótt því hafi að sjálfsögðu fjölgað, er það
ekki í samræmi við það. Kemur þar til auk-
26 BANKABLAÐIÐ