Bankablaðið - 01.12.1971, Síða 35

Bankablaðið - 01.12.1971, Síða 35
í afgreiðslu Landsbankans á Hornafirði. stuðla að kaupum á stærri skipum, jafnvel togurum. Varð þetta allt til þess að lyfta undir atvinnulífið hér eystra. — Margt fleira var gert til þess að smðla að framförum í efnahagsmálum á Ausmrlandi. Til dæmis var unnið að því að skipuleggja flutning á ís- vörðum fiski á Englandsmarkað og stofna fisksölusamband eða samlag, sem náði til allra suðurfjarðanna. Að öllu þessu smðlaði bankinn með ráðum og dáð, þrátt fyrir alla örðugleika, sem heimskreppan mikla hafði í för með sér. Ég hef leyft mér að ræða hér nokkuð starfsemi Landsbanka Islands á Ausmrlandi og þátt hans í uppbyggingu atvinnuvega þar. Hér er vitanlega um örsmtt og almennt ágrip að ræða, enda hér hvorki staður né stund til þess að gera svo umfangsmiklu efni við- hlítandi skil. En ég vona samt, að þessi smtta lýsing gefi mönnum nokkra hugmynd um þann hlut, sem Landsbankinn hefur átt í upp- byggingu efnahagslífs hér eystra á umliðnum áramgum. Ég vildi með þessu smtta yfirliti minna á, að stjórn Landsbankans hefur jafnan látið sér annt um uppbyggingu þessa landshluta ekki síður en annarra. Að ekki hafa verið stofnuð fleiri útibú hér á Austurlandi en raun ber vitni stafar ekki af viljaleysi, heldur því, að sjávarútvegur og landbúnaður á þess- um landshluta hafa jafnan verið miklum BANKABLAÐIÐ 33

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.