Bankablaðið - 01.12.1971, Side 40

Bankablaðið - 01.12.1971, Side 40
lslenzkir bankamenn á gleðifundi í Gautaborg. af formanni Sænska bankamannasambands- ins, Gustaf Setterborg, en undirbúningur þingsins var unninn af sænskum bankamönn- um, og þeim til mikillar prýði. Því næst ávarpaði fulltrúi borgarstjórnar Gautaborg- ar, Hanson skipherra, ráðstefnuna og bauð þátttakendum og konum þeirra til opinberr- ar móttöku í Börsen. Loks flutti fram- kvæmdastjóri N.B.U., P. G. Bergström, skýrslu um starfsemi sambandsins á liðinni hálfri öld. I byrjun fyrsta fundar ráðstefn- unnar voru kjörnir embættismenn þingsins, og var Hannes Pálsson kjörinn annar fund- arstjóri, hinn var Gustaf Setterberg. Umræðuefni þingsins voru margs konar, en hér skal aðeins minnzt á nokkur þeirra. Þá er fyrst að minnast á lýðræði á vinnu- stað og framtíðarhorfur þess. Lögð voru fram yfirlit um þetta umfangsmikla mál frá hverju sambandanna fyrir sig og síðan rætt um horfur á framkvæmdum í hinum ýmsu löndum. Kom það skýrt fram í umræðum, að allmörg sjónarmið voru uppi og heildar- framkvæmd tæplega á næsta leiti. Þó er nauð- synlegt að ræða málið enn ýtarlegar og afla upplýsinga, sem að gagni mætm koma, mál- inu í heild til framdráttar. Olafur Ottósson tók þátt í þessum umræðum af hálfu S.I.B. Rætt var um þátttöku félagsmanna í félags- legu starfi og möguleika þeirra til áhrifa á framvindu mála. I sambandi við þetta um- ræðuefni má geta þess, að því var skipt í tvö aðalatriði, sem vísað var til sitt hvors hóps- ins, er í var einn þátttakandi frá hverju sam- bandanna og voru borðsamtöl um hvort um- ræðuefnanna. Þau voru þannig, að í fyrri 38 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.