Bankablaðið - 01.12.1971, Side 42
SVERRIR KRISTJÁNSSON:
Þorraræða í Utvegsbankanum 1971
Dömur mínar og herrar.
Mér er það mikill heiður og ánægja að
eiga kost á að sitja svo ágætt hóf, þar sem
risna og mannlegt viðmót eiga samleið. Skáld
okkar, sem lifðu þá löngu liðnu hamingju-
daga, er hægt var að yrkja ættjarðarljóð án
þess að roðna af blygðun, minntust ósjaldan
á gróandi þjóðlíf og raunar líka þverrandi
tár, en ekki þurfum við sem nú erum ofar
moldu, hvort sem við erum stödd í lífsblóm-
anum eða nálgumst gröfina, að kvarta yfir
gróskuleysi þjóðlífsins aukin heldur banka-
lífsins. Þó eru til skæðar tungur í landi voru,
sem tala um ofvöxt bankalífsins. Mér finnst
þetta nu dálítið ómaklegt. Því ég fæ ekki
betur séð en að allar stéttir á Islandi vilji
eiga sinn eigin banka: bændur, verzlunar-
menn, iðnaðarmenn, samvinnumenn, alþýðu-
menn og útvegsmenn, en við þá síðast nefndu
er sá banki eiginlega kenndur, sem hefur
gert sér dagamun í kvöld á mörkum þorra
og góu. Bankarnir eru sem sagt jafnmargir
helztu stéttum landsins, og þá eru það spari-
sjóðirnir, sem vilja einnig feta þrep metorða-
stigans og verða bankar. Alls konar sam-
tök í landinu, veraldleg og geistleg, eiga sér
sparisjóði, eins og til að mynda Hvítasunnu-
söfnuðurinn, sem á sparisjóðinn Pundið.
Kannski verður Pundið einhvern tíma banki,
enda fordæmið fyrir: mig minnir ekki betur
en að til sé Banki Heilags anda í einu landi
kaþólsks siðar. Oft hefur það flögrað að mér
hvað það væri gaman að eignast Heilagan
anda að lánardrottni og mega selja honum
smálítinn víxil.
Svo er sagt um Kelta hina fornu, þá er
byggðu Frakkland forðum tíð, að þeir hafi
trúað svo sterkt á annað líf, að lánardrottinn
sagði við skuldunaut sinn: æ, blessaður vertu
ekki að gera þér neina rellu út af þessu
lítilræði, þú mátt borga vexti og afborganir
þegar við hittumst hinum megin. Einu sinni
sagði ég Sigurði heitnum Jónassyni, fyrrum
forstjóra tóbakseinkasölunnar, frá þessu og
spurði hann hvort hann vildi ekki lána mér
svo sem eina milljón upp á þessi býti. Engan
mann vissi ég eins sannfærðan um framhalds-
lífið eins og Sigurð Jónasson. En þetta var
í eina skiptið sem ég sá læðast að honum
efa um annað líf og færðist kurteislega und-
an að ganga að leikreglum hins keltneska
viðskiptalífs. En oft hefur mér dottið í hug,
hve lífið gæti nú orðið indælt, ef banka-
stjórar okkar tækju trú hinna fornu Kelta og
keyptu af manni víxlana, en greiðslufrestur-
inn eilífðin ein.
Og þið getið rétt ímyndað ykkur, hversu
bankastarfsemin okkar yrði öll greiðari, við-
skiptalífið blómlegra og einfaldara. Eg skal
að vísu játa, að ein stétt yrði atvinnulaus í
landinu: lögfræðingar bankanna. Þeir yrðu
sennilega að lifa á atvinnuleysisstyrk meðan
þeir væru í þessari jarðnesku tilveru, en
hugsið ykkur bara bísnissinn hinum megin.
Mér virðist það vera málvenja á Islandi
og raunar víðar, að skipta bönkum í tvennt:
bankastarfsmenn og bankastjóra, og er þar
með ekki verið að gefa illyrmislega í skyn,
að hinir síðarnefndu starfi ekki. Þetta er ekk-
ert annað en hagræðing íslenzkrar tungu
þegar hún þarf að tjá ósköp einfalda verka-
skiptingu. Persónulega þekki ég heldur fáa
40 BANKABLAÐIÐ