Bankablaðið - 01.12.1971, Síða 47

Bankablaðið - 01.12.1971, Síða 47
auka skilning þess á lífinu og sýna því fram á, að lífshamingjan liggur við fætur okkar, þótt okkur gangi oft svo illa að koma auga á hana. Einhverjar hugmyndir mun ég hafa gert mér um framtíð mína í bankanum, er ég hóf þar störf fyrir nærfellt þrjátíu árum, flestar að líkindum heldur barnalegar. Ekki er auðvelt að segja, hvort vonir mínar hafi rætzt, því að flest hefur farið á annan hátt en ég hugði líklegast í fyrstu. En því get ég hiklaust slegið föstu, að ég iðrast þess ekki að hafa ráðizt til starfa í bankanum. Það kann að vera, að mér hefði látið bemr að sinna öðrum störfum, en hvort ég hefði orðið hamingjusamari fyrir það er með öllu óvíst. Menn sýta smndum yfir því að hafa lent á rangri hillu í lífinu, en ekki er mér grunlaust um, að þeim mönnum mundi engu að síður hafa orðið margt til ama, þótt þeir hefðu fengið að smnda þau störf, sem þeim fannst þeir hafa farið á mis við. Eg hygg, að jákvæð afstaða til starfsins og góður vilji sé einmitt það, sem þá skortir helzt. Ekki hef ég gengið vasklega fram í fé- lagsmálum bankamanna um dagana, og fer því þó fjarri, að ég meti þau lítils. Astæðan fyrir því athafnaleysi mínu hefur líklega helzt verið sífelldur áhugi á hinum og þess- um hugðarefnum, sem krafizt hafa mikils tíma og starfs. Starfsmannafélög bankamanna hafa þróazt stöðugt í rétta átt, síðan ég kom í bankann, látið hagsmuna- og menntamál bankamanna æ meira til sín taka. Þau eiga þrotlaust starf fyrir höndum og mega hvergi slaka á. Launamálin hljóta að skipa efsta sætið á viðfangsefnaskrá þeirra. Störf banka- manna eru enginn hégómi, það skiptir miklu máli fyrir þjóðarheildina, að þar sé valinn maður í hverju rúmi, en umræður um nauð- syn þess verða aldrei annað en orðaskak eitt, ef bankamenn eiga ekki völ á það góðum launakjörum, að þeir geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum, án þess að þurfa að eyða tómstundum sínum í launastrit. Hins vegar þurfa starfsmannastjórar bankanna auðvitað að vanda mjög vel til mannaráðninga. Annað höfuðbaráttumál starfsmannafélag- anna finnst mér eigi að vera alhliða þjálfun og menntun bankamanna. Auðvitað verða bankarnir að gera þá kröfu til nýrra starfs- manna, að þeir séu þegar búnir þeirri mennt- un, sem þarf til þess að leysa algeng banka- störf af hendi. En það er aðeins upphafið. Hver starfsmaður ætti alla ævina að vera að bæta við þekkingu sína og kunnáttu. 011 aukin þekking verður honum og bankanum til gagns og sóma, eins á þeim sviðum, sem ekki snerta beinlínis dagleg störf hans. Vit- anlega þarf hver nýr starfsmaður að vinna í flestum og helzt öllum deildum bankans um skeið, til þess að hann öðlist heildarmynd af starfsemi bankans og skilji hlutverk hans í þjóðfélaginu betur en ella. Starfsmannafé- lögin ættu að berjast fyrir síaukinni fræðslu- starfsemi og námskeiðum, og má nefna af- greiðslumenningu, og þjálfun starfsmanna til þess að takast síðar á hendur mannaforráð, til dæmis um það, sem leggja þyrfti meiri áherzlu á en nú er gert. Bönkunum er höfuðnauðsyn á að góðir starfsmenn staðfestist í þjónustu þeirra. Fátt mun stuðla bemr að því en aukin hlunnindi í viðurkenningarskyni fyrir langt og vel unn- ið starf, svo sem starfsaldursuppbætur á laun. Enda þótt hér hafi verið lögð megin- áherzla á nauðsyn þess, að starfsmannafélög- in geri auknar kröfur um bætt laun, aukna menntun og hlunnindi á hendur bönkunum, ber engu síður að leggja á það áherzlu, að bankarnir eiga heimtingu á lýtalausri þjón- ustu starfsmanna sinna. Hyskni eða augna- þjónusta í starfi má ekki eiga sér stað, held- ur verður hver einstakur starfsmaður að BANKABLAÐIÐ 45

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.