Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 52
Norræni bankinn í London
Scandinavian Bank Ltd. í London hóf
starfsemi sína fyrir tveimur árum síðan, i
júní 1969. Bankinn er skrásettur í Bretlandi
og starfar samkvæmt brezkum lögum, en
eigendur hans eru sjö viðskiptabankar á Norð-
urlöndum. Þessir bankar eru: Skandinaviska
Banken og Skánska Banken í Svíþjóð, Den
Danske Landmandsbank og Den Danske
Provinsbank í Danmörku, Bergens Privat-
bank í Noregi, Nordiska Föreningsbanken í
Finnlandi og Landsbanki Islands.
Bankinn annast alla venjulega bankastarf-
semi en leggur sérstaka áherzlu á að greiða
fyrir viðskiptum á milli Norðurlanda og
Bretlands. Þá vinnur hann að því að auð-
velda bönkum og fyrirtækjum á Norðurlönd-
um aðgang að þeim alþjóðlega fjármagns-
markaði, sem hefur miðstöð sína í Lundún-
um.
Starfsemi bankans hefur aukizt jafnt og
þétt síðan hann var stofnaður. Er almennt
álitið, að árangur af starfseminni hafi verið
með ágæmm, og nýtur bankinn þegar mikils
álits meðal annarra banka og fjármálastofn-
ana. Vegna mikillar aukningar starfseminn-
ar hefur þegar verið ákveðið að auka hluta-
fé bankans úr £3 millj. í £5 millj.
Bankaráð Scandinavian Bank Ltd. heldur
yfirleitt fundi annan hvorn mánuð í Lund-
únum. Einu sinni á ári eru þessir fundir þó
haldnir í einhverju heimalandi aðildarbank-
anna. I þetta skipti er fundurinn haldinn í
húsakynnum Landsbankans í Reykjavík.
Formaður bankaráðsins hefur frá upphafi
verið L. E. Thunholm, aðalbankastjóri
Skandinaivska Banken í Stokkhólmi. Fyrsti
bankastjóri bankans, og sá sem mestan þátt
átti í, að hann komst á fót, var Svíinn Sven
G. Malmberg. Hann hefur nú horfið til fyrri
starfa sinna hjá Skandinaviska Banken í
Stokkhólmi, en við bankastjórastarfinu hefur
tekið annar Svíi, J. Staffan Gadd, sem áður
var aðstoðarbankastjóri. Við bankann starfa,
auk allmargra Breta, menn frá öllum Norð-
urlöndunum, þ. á m. einn Islendingur, Barði
Arnason, frá aðalskrifstofu Landsbankans.
Bækistöðvar Scandinavian Bank Ltd. eru í
miðju fjármálahverfi Lundúna (City) í svo-
kallaðri P. og O. byggingu í Leadenhall
Street.
Það var Svanbjörn Frímannsson, núver-
andi Seðlabankastjóri, sem ásamt Baldvin
Jónssyni, bankaráðsformanni Landsbankans,
beitti sér fyrir þátttöku Landsbankans í þessu
norræna samstarfi. Er sú þátttaka ekki sízt
mikilvæg með tilliti til þeirra auknu viðskipta
við Norðurlönd og Bretland, sem leiða af
aðild Islands að Fríverzlunarsamtökum Evr-
ópu (EFTA) og auknum alþjóðaviðskiptum
landsins yfirleitt. Svanbjörn hefur einnig
verið fulltrúi Landsbankans í bankaráði Scan-
dinavian Bank Ltd.
50 BANKABLAÐIÐ