Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 16
ALLAN STEVENS og HARRY GILTRAP:
BESSVE SMITH
Hinn 26. september síðastliðinn voru
þrettán ár liðin frá dauða mestu blues
söngkonu, sem jazzinn hefur átt. Það
var á sunnudegi árið 1937, sem Bessie
Smith, oft nefnd .Empress of the blues',
dó í bílslysi.
Bessie fæddist í Chattanooga í Texas
1890, en hún ólst upp í Tennesse. Þar
var það, sem Ma Rainey, öðru nafni
„Mother of the Blues“, uppgötvaði hina
efnilegu ungfrú Smith, sem vakið hafði
allmikla athygli sem blues söngkona í
nágrenninu. Bráðlega réðst Bessie í um-
ferðasýningarflokk Charles P. Bailey,
þar sem Ma Rainey söng, og undir
leiðsögn hennar skóp Bessie sér óvið-
jafnanlegan söngstíl. Þær Ma og Bessie
ferðuðust um Bandaríkin og komu við
í þorpum, bæjum og borgum og sungu
vanalega í stórum sýningartjöldum, og
þá oftast fyrir blökkufólk.
En Bessie byrjaði brátt sjálfstætt og
ferðaðist um og sýndi í leikhúsum og
söng jafnan fyrir fullu húsi áheyrenda.
Fylgi hennar var svo mikið, að árið
1923 fékk plötufyrirtækið Columbia
hana til að gera samning til að syngja
inn á piötur og í febrúar sama ár, voru
fjórar plötur gerðar í New York. Plöt-
ur þessar, sem löngu eru komnar í gott
verð meðal safnara voru: Douin Hcart-
cd, Blues, Gulf Coast blues, T’anit No-
body’s Buissness if I do og Keeps on a
12 JazdUúí