Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 26

Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 26
hafa komist að raun um, að lag Valdi- mars er ekki aðeins eitt allra bezta danslag, sem fram hefur komið eftir hérlendan höfund, heldur og danslag, sem hvenær sem er mun frambærilegt við hliðina á erlendum danslögum, sömdum af mönnum, sem hafa það að atvinnu að gera lög, og hafa áreiðanlega ekki byrjað í haganum yfir rollunum, heldur undir handleiðslu kennara í tón- listarskólum. Erlendar harmonikufréttir Svend Tollcfsen, yngri bróðir Toralf hefur fyrir nokki-u komið fram með 10 manna har- monikuhljómsveit í Noregi og vakiö mikla eftirtekt fyrir einlek sinn. Hann leikur á harmoniku af nýju amerísku gerðinni (svip- aðri gerð og harmonika Jóh. Jóhannessonar). Ottar Akre, hinn kunni norski harmonikuleik- ari, er með eigið tríó í Osló. Hann leikur einnig á solovox. — ítölsk harmonikuhljómsveit, með 19 harmonikum, trommum og hörpu, ásamt tveimur söngvurum, lék í Stokkhólmi á síðast- liðnu sumri. — Pietro Frosini, hinn heims- fræg harmonikuleikar, átti 68 ára afmæli fyrir nokkrum vikum. Hann hefur átt hvað virk- astan þátt í útbreiðslu harmonikunnar. — Karol Zemla er ekki einungis fremsti harmon- ikulekari og harmonikukennari Póllands, held- ur er hann og mikill guitarleikari, og hefur oft komið fram sem einleikari á guitar. — Galla- Rini, hinn kunni ameríski harmonikuleikari, átti að halda hljómleika í Skandinavíu í nóv. — Arnsten Johansen, kunnur sænskur har- monikuleikari, keypti sér nýlega harmoniku af gerðinni „Metrotone" og kostaði gripurinn hvorki meira né minna en átta þúsund sænsk- ar krónur. — Svend Asmussen lætur píanó- lekarann sinn, Max Leith leika á harmoniku með hljómsveitinni í nokkrum lögum. Gerir hann þetta til að skapa meiri fyllingu í út- setningarnar, en skarð það, sem myndaðist, þegar klarinetleikarinn Svend Hauberg, hætti stendur enn autt. — Leith leikur á harmon- iku af gerðinni „Settimo Soprani", en það heyrir undir „Scandalli" fyrrtækið. — Nokkrir franskir harmonikusólóistar hafa komið fram í Svíþjóð undanfarið. PARKER, framh. af bls. 20. hann á menn eins og ,,Hot Lips“ Page, Roy Eldrigde, Charlie Shavers og Don Byas leika nótt eftir nótt. í New York var trompetleikari að nafni Vic Poulsen með hljómsv., og segir Parker sjálfur svo frá, að það hafi verið þessi New York- músík er hafi komið honum til að yfir- gefa McSchann og dvelja áfram í N.Y. Eins og svo margir nútíma jazzleik- arar, hefur Parker hlustað mikið á klassiska hljómlist. Hefur hann t. d. kynnt sé Schönberg og dáist mjög að Debussy, Stravinski og Shostakowitch. Enda þótt hann hafi hlustað á margs konar tónlist og fjölda sólóista, hefur hann ekki stælt neinn þeirra, heldur ávallt leitað nýrra leiða. Vegna þeirrar geysilegu tækni, sem hann hefur til að bera og ekki síður hinna litauðugu og fersku hugmynda hans, telja sumir hann mestan núlifandi jazzleikara. Um það má vitanlega alltaf deila, en þó er það víst, að Charlie Parker hefur lagt ómetanlegan skerf til þeirrar tónlistar, sem við dáumst að og kölluð er jazz. (Ofanrituð grein var flutt sem erindi á fundi Jazzklúbbs íslands 26. okt.). ATHUGASEMD Framli. af bls. 16. hafi gert hið gagnstæða með því að benda á þessa skissu þeirra. Og að end- ingu, það heyrir hvergi undir landslög eða mannasiði, þó að almenningi sé bent á yfirsjónir manna, en hins vegar hlýtur hinum sömu mönnum að taka það mjög sárt, að slíkt hafi verið gert, sem von er, þvi að jafn barnalega yfir- sjón og Lorange hljómsveitin hefur gert, hlýtur hver einasti maður að skammast sín fyrir. 22 jazzí,UiS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.