Jazzblaðið - 01.12.1950, Side 38

Jazzblaðið - 01.12.1950, Side 38
var að spila Tea for two, og vorum við ekki i neinum vafa, hver þar var að verki: Grettir sjálfur. Hlupum við inn og varð Grettir þá svo kátur, að hann æpti: Tjener 12 öl. Skipper Kroen er í Nýhöfninni, og þar sem margir munu hafa heyrt nafnið, skal ég í fáum orðum lýsa staðnum fyrir þá, sem ekki hafa komið þar. Nýhöfn hefur alla tíð verið mjög um- setinn og eftirsóttur staður. Flest hús- anna eru 3 til 4 hundruð ára gömul, fimm til sex hæða múrsteinshús og eru ölstofur á neðstu hæðinni í flestum húsanna og sumstaðar á annarri hæð einnig, en hvað er fyrir ofan er ekki gott að segja. Þar hefur fi*á upphafi verið samkomustaður hinna ólíklegustu manntegunda: ægir þar æfinlega saman sólbrenndum sjómönnum, sífullum slæp- ingjum, gargandi gleðikonum og lög- reglu með hunda. Listmenn, einkum málarar, eru þar mikið í kring og sækja þangað hugmyndir, en auk þess er sík- ið, sem sker götuna í tvennt, eftir endi- löngu, mikið notað af minni skipum, og má ævinlega sjá þar gömul og sér- kennileg skip og skútur. Það er ekki of sagt, að yfir Nýhöfninni sé einhver sérstakur listrænn blær, enda er það svo, að þótt hinir „betri borgarar" fyrirlíti í hjarta sínu þá, sem þar halda sig að staðaldri, þá geta þeir sjálfir ekki stillt sig um að koma þar og ganga þá oft prúðbúnir frammi á bryggju- kantinum og góna á gleðina, rétt eins og sagt var að þeir hefðu einnig gert í Basin Street forðum. Hinu megin við síkið er ekki ein einasta knæpa, heldur eru þar verzlanir og sjómannatrúboð. Vinstra megin séð frá Kóngsins Nýja- torgi eru hinsvegar knæpurnar í hverju húsi eins og fyrr er sagt og heita þær óliklegustu nöfnum, byrjar á Gyllta ljóninu, síðan koma nöfn eins og Café Maritime, Norden, eða bara 17 og 45, og efst er svo Skipper Kroen, þar sem Grettir hélt innreið sína. í miðri göt- unni hefur Tatto-Ole kjallara, sem ætíð stendur opinn öllum þeim, sem vilja láta tattóvera sig. Er þar úr að velja öllum hugsanlegum og óhugsanlegum myndum, allt frá æpandi kvenmanns- fótum upp í gapandi tígrisdýr. Þarna er byrjað að spila klukkan fimm á morgn- ana og er hætt við að íslenzku hljóð- færaleikurunum þætti það nokkuð snemma til vinnu farið, en þeir staðir eru einkum ætlaðir nátthröfnum, sem ekki hafa fengið nóg í næturklúbbum borgarinnar. Allflestir staðirnir byrja þó ekki með músík fyrr en klukkan þrjú á daginn, og er síðan stanzlaust opið til klukkan þrjú til fjögur á nóttunni. Vinnutíminn. er því nokkuð langur og allmiklu lengri en tíðkast hér heima, enda %ru vaktaskipti á mörgum stað- anna. En ekki varð Grettir langlífur á Skipper Kroen. Hann réðst nokkru seinna fastur maður á Kiwi Klubben, sem er staður uppi í miðborginni í námd við Ráðhústorgið. Er sá staður einkum frægur fyrir það, að glæpa- hringur, sem kallaður var Edderkoppen eða Kóngulóin á íslenzku, hélt þar oft ráðstefnur, meðan hann var við lýði, og þar var ráðgast um það hvern skyldi drepa næst. Var þó um þær mundir verið að upp- ræta Kóngulóna, og er það önnur saga. Sami eigandi, sem átti Kiwi Klubben, átti einnig Café Maritime, og var nú Grettir sendur þangað. Það var eins 34

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.