Stundin - 01.08.1940, Qupperneq 4

Stundin - 01.08.1940, Qupperneq 4
Sígurður Eínarsson, dócent En mörgu er nú glatað, sem gaman var að og gleymt hef ég dansi og söng. En til er, að ég gæti talað um það, hvað tuttugu ár eru löng. Þorst. Erl. Fyrir hér um bil tuttugu árum fór ég um Fljótshlíðina og skoðaði hana eins og nýjan heim. Eg hafði hrakist þaðan á burtu fyrir innan fermingu með landafræði sem aðeins var bundin við hugmyndir lítils drengs og fél- agshugmyndir, sem aðeins voru bundnar við mjög fábreytt störf á afskekktum bæ. I mín- um augum var Fljótshlíðin þá mjög merki- legur staður, þar sem ég hafði komið út að Kirkjulæk og inn að Þverá. Og mér fannst þetta óraleið. Og það var ekki einungis af því að ég væri barn, heldur af því að fólkið á þessum stað' hugsaði og talaði í þá daga eins og það væri alveg áreiðanlegt, að það væri betra og merkilegra fólk heldur en þeir auðnuleysingjar, sem fæddust í Þykkvabæ og Flóa, að maður nú ekki tali um annað eins fólk eins og það, sem sagt var að ætti heima í Skagafirði eða Þingeyjar- og Múlasýslu. Fyrstu ll árin af æfi minni, var ég minnst- ur allra þeirra manna, sem lifðu og störfuðu í þessu dýrðarplássi. Fyrir mér var þetta öll veröldin og tvítugir yngissveinar frá betri bæjum, konungar í þessari veröld. Einu sinni tók ég eftir því, hvað Þríhyrningur var ægi hár og fagur að baki þessara sveita og hvað hann var blár og hvernig hann lék í litum frá sólarlagi til sólaruppkomu. Þá vakti ég yfir velli. Eftir 20 ár fórum við allt þetta landnám æsku minnar í bifreið á fimm mínútum og eftir aðrar fimm mínútur vorum við utan endimarka þess, sem ég hafði nokkru sinni skynjað eða séð sem barn. Og nú blöskraði mér hvað þessar fjarðlægðir voru allar smá- ar. Eg fór að spyrja sjálfan mig hvort það væri bara hraði bifreiðarinnar, sem hrukk- aði landið niður í lófastærð fyrir mér, eða hvort það væri af því, að ég liti allar víðátt- ur öðrum augum. Eg lét bifreiðina nema stað- ar fyrir framan bæinn þar sem ég ólst upp. Og þarna hafði ég ágætt tækifæri til að mæla. 1 landareign þessarar litlu jarðar átti ég einn öruggan mælikvarða. Það var óra- fjarlægð. 1 bernsku minni hafði ég hvað eftir annað leikið mér að því að fara niður eftir túninu á Arngeirsstöðum, ganga yfir svolitla hólbrekku og leggjast í dæld á bak við hana. Þá gat ég skynjað það, sem síðar varð höfuð- hlutskipti mitt, að það væri svo langt heim, að nú yrði ég að taka á allri ratvisi minni. Þetta var leikur lítils barns við það að skapa fjarlægðir í tilveru sem var svo þröng, af ná- býli við fátækt og eymd, þröngsýni og misk- unnarleysi að það var að gera út af við hana. Eg fór seinna um þessar slóðir, fór það seinast í vor. 1 staðinn fyrir það að ganga um landareignina, þar sem ég hafði slitið barns- skóm mínum, fór ég um sveitina og talaði við menn. Og þá kom það einkennilega upp úr dúrnum, aði á nákvæmlega jafn eðlilegan hátt eins og Torfastaðhálsinn og Grófin og Grjótá höfðu verið mér miklar torfærur, sem ég var hræddur við þegar ég var bam, þá var Torfa-

x

Stundin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.