Stundin - 01.08.1940, Síða 5
S T U N DIN
5
staðahálsinn mér nú aðeins auðmjúk hæð á
næstu grösum við bæinn minn, Grófin, engja
skil á milli fagurra flatneskja og Grjótá, læk-
ur, sem mér fannst sorglega vatnslítill, vegna
þess að ég hafði alltaf hugsað mér hana sem
á, frá því ég var að velja um það hvort ég
ætti að vaða yfir hana eða stökkva yfir hana
á staksteinum, þar sem hvítfyssandi löður
bryddi hvern stein með mjúkum kraga. Þetta
er eitt af því, sem kemur mönnum til að
verða börn í annað sinn. Eg hef lifaði það í
Pljótshlíð, að allar fjarlægðir bernsku minn-
ar koma til mín og biðja mig afsökunar á því
hvað þær væru nærri. Eg hef ekkert við
þær að segja annað en það, að þær geti ekki
að því gert. Og sama máli talar til mín hver
lækur. Og ég hef ekkert gnnað viðl því að
segja en þetta: Er svona lítið vatn í þér vin-
ur minn! — Um leið og ég skrifa þessar lín-
ur, er Austurvöllur ennþá grænn og haustið
er ekki ennþá ltomið í Reykjavík, þó að allir
gangi í regnkápu. Eg hef farið um allt Norð'-
ur- og Austurland til þess að leita að ís-
lenzku sumri, til þess að leita að því sem er
fallegt. Það er að finna í hverri sveit og
hverju þorpi, í starfi þjóðarinnar að því að
rækta landið, að veiða fiskinn, að höndla
síldina, í stuttu máli að búa okkur undir vet-
ur, sem enginn veit hvernig verður. Og það
sem mér finnst mest um vert, er þetta, að
svo til hver einasti maður, sem ég hef talað
við, hefur meiri útsýn yfir tilveruna, lög þau
sem ráða velfarnaði hans, en fólkið sem ég
ólst upp með. Á allri leiðinni frá Borgamesi
til efstu draga í Fljótsdal, á hverju koti og
stórbýli á allri þessari leið, vita menn eitt
miklu betur en samtíðarmenn mínir, sem voru
miðaldra menn þegar ég var að alast upp í
Fljótshlíð, að það> er hægt að rækta hvað sem
er í íslenzkri mold, að hver einasta árvökur
vinna svarar margföldum árangri, að hvert
einasta dugandi starf, hvort heldur sem það
er fyrirskipun eða leiðbeining, skilar sínum
eigin launum, ao hvað sem verður næstu
mánuði, þá tekur maður dauða sínum ef svo
vill verða, en veit í aðra röndina, að þeim
verður aldrei tortímt, sem ann því sem er
fagurt, vill það sem er gott og nennir að lifa.
Niðurstaðan af þriggja vikna ferðalagi um
byggðir íslands er fyrir mér sú, að fólkið ann
því sem er gott. Þetta er í raun og veru sið-
ferðisgrundvöllurinn undir öllu, sem gert hef-
ur verið til þess að milda lífskjör þeirra sem
bágara áttu í öllum byggðum Islands. Þar er
enginn munur gerður á aðkomubami, töku-
barni, sveitarómaga, húsfreyju eða bónda.
Og fólkið nennir aðl lifa, það sýnir sig svo
að segja á hverjum bæ og í hverri byggð.
Framkvæmdimar em oft gerðar af handa
hófi og stundum brestur þekkingu.
Og seinast kemur þetta, sem er von og við-
leitni okkar allra, u,nna því, sem er fagurt, Eg
hef séð það á ferðum minum núna undanfarn-
ar þrjár vikur, að allt stritið, allar vökumar,
allt erfiðið, sem fábýlisfólkið leggur á sig,
engu síður en við, sem búum í fjölmenninu,
hnígur að því að búa til eitthvað fagurt. Það
er ekki nema fyrir fáeinum sálsjúkum mönn-
um nokkurt aðalatriði, hvort hann græðir
nokkra tugi þúsunda með viti sínu og dugn-
aði. Niðurstaðan af þriggja vikna ferð um
byggðir landsins og sjóþorp hefiur fyrir mér
orðið sú, að það er ekki hægt að drekkja ís-
lenzku þjóðinni í erlendum menningaráhrif-
um eða drepa hana með erlendri yfirdrottn-
un. Hún er of dugleg til þess. Við erum búnir
að fá hið fyrra og eigum vafalaust eftir að fá
hið síðara, annaðhvort frá Þýzkalandi eða
Englandi, en þrátt fyrir alla þá sem farast á
mölinni og blöðin geta gert að gómsætu mál-
æði, þá er ennþá of margt af fólki í landinu
til þess að við getum beðið allsherjar afhroð
og það er af því, að það er enginn fúi í fjöld-
anum af fólki. Við nennum að vinna af því
það er gott manni, við elksum það sem er
rétt, af því það er hollast hverjum og viljum
skapa eitthvað fagurt í húsagerð, í ræktun, í
bókmenntum, í vitþroska eða vísindum, af því
að landið hefur alið okkur upp til þess að lífs-
hættir feðra vorra hafa kennt okkur það, að
þetta er eini vegurinn. Það er engin ró í nein-
um af okkur fyrri en við erum búnir að víkka
út sjónarsvið okkar frá Kirkjulæk að Þverá,
þangað til það nær um allan heim og frá
því að vér erum búnir að breyta vinnubrögð-
um föður vors, sem bjó á einyrkjakotinu
Arnkellsstöðum í þaðl að verða vitsmiunabú-
skapur allra manna á takmarkaðri jörð, sem
ennþá á nóga möguleika handa oss öllum.