Stundin - 01.08.1940, Page 8
•oo ooooooooo
8
STUNPIN
<xxx>ooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo
rrunningar um
misfeppnadan tónsnilling
Vort líf, vort líf, Jón Pálsson
er líkt og nóta fölsk.
Hún laumast inn i lagið
og lætur hátt við slagið.
Og það er svo sem sama
hve vor sál er músíkölsk.
Vér áttum kannske ervitt
og athvörf miður hlý.
Og naumt varð oft að nægja
til næsta dags. Ojæja,
vor list var lítils metin
og Iaunin eftir því.
Oss vantaði ekki viijann
þótt verkið reyndist lakt.
Vér Iékum Tarantella,
Nocturne, La Campanella.
Svo gall við hæðnishlátur:
Hvað hefði Friedman sagt?
Um það er bczt að þegja
og þreyta ei fánýtt hjal.
Það snertir einskis eyra,
og öðrum bar víst meira,
því það er misjafn máti
hve mönnum gjalda skal.
Það gerðist nóg um glensið
og gagnrýninnar rök.
Og margt var misjafnt talið
við meðferðina og valið.
Og enginn sá neitt annað
en aðeins vora sök.
Og sízt vér munum syrgja
hve smátt að launum galst.
Án efa í æðra ljósi
expert og virtuose
mun Herrann hærra setja
eitt hjarta músíkalskt.
STEINN STEINARR
0 0
ooooooo oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo
•ooooooooooooooooooooooooooooooooooooo