Stundin - 01.08.1940, Qupperneq 18

Stundin - 01.08.1940, Qupperneq 18
18 STUNLIN mínum. Pau vinna víst í verksmiðju. Pau eru ætíS glöð og bjarteyg og leiðast. Hald- ast í hendur eins og börn. Pað er svo bjart og hlýtt umhverfis þessi ungu lijón. Mér hlýnar um hjartarælur. Pau búa einnig í kofa skammt héðan. Dálitlu gras- býli. Pau hafa keypt sér nokkrar falleg- ar reynihrislur og blóm og gróSursett þetta í dálítilli brekku, sem þau hafa af- girt rétt hjá kofanum. Og trén þeirra vaxa og laufgast. Og ef ungu hjónin eign- ast börn, og börnin og trén vaxa um kapp, þá geta litlu börnin legið og velt sér í grasinu undir laufguSum greinum reynitrjánna á litla friSaSa blettinum ungu hjónanna hamingjusömu. GuS blessi þau og börnin þeirra! Já. — Svona er Akureyri. — Pegar garðarnir verSa vel hirtir, og skóla-æskan vel menntuð, þá verSur Akureyri dásam- legasti bletturinn á okkar ástkæra fóst- urlandi!! ■K*#* Eg geng sjaldan niSur í bæinn nú orSiS. Eg á þar eigi framar heima. Bærinn vek- ur hjá mér einkennilega, nagandi tóm- leika-tilfinningu. Eg hætti þar að hugsa og skynja á sama hátt og „heima”, En þó er ég þar aS sumu leyti skyggnari en áS- ur. Eg lít lífiS þar öðrum augum. Eg sé nú í gegnum tilveruna, þar sem ég áður sá aðeins yfirborðiS. Pessi skyggni veldur mér bæði sorgar og gleSi. Stundum sé ég broslega hluti og viSburði, svo aS ég nem staSar á miSri götunni og brosi. Og ung stúlka snýr sér viS og horfir á mig forviða. Pannig fór mér í dag. Eg gæli skrifaS * um þetta heila skáldsögu og kallaS liana Brosið á Breklmgötunni. En ég geri þaS ekki. Eg segi söguna, eins og hún gerSist. Og það er annars engin saga held- ur ljósmynd. Undirskrift: Greltnr. Hún er svona: Prír velklæddir menn gcngu upp Brekkugötuna í dag og greltu sig. Einn þeirra fitjaði kunnáttulega upp á trýniS. Annar gretli sig út í hægra munn- vikið. En sá þriSji belgdi sig bara og skegldi allan í framan. Petta voru allt fremur ungir menn og myndarlegir. Og þeir höfðu hraðann á og voru sýnilega fullir af áhuga og ákafa. Og þeir skálmuSu malbikaSa götuna mjög hressilega. En þeir grettu sig allir þrír. Og andlit þeirra urðu afskræmd og ó- gáfuleg. Og þó voru mennirnir fremur laglegir, allir þrír. Hvers vegna voru þessir þrír menn aS gretta sig? — Hja —? Spyr sá, sem ekki veit. Hver getur svaraS því? — Sumir gretta sig við vindinum. ASrir við sólinni. Og enn aSrir við tilverunni, svona eins og gengur. En nú var hvorki vindur né sól til ama fyrir þessa ungu menn. Og tilveran yfir- leitt líklega fjarska hversdagsleg. Svona eins og gengur. Og samt grettu þeir sig, allir þrír. Sennilega upp á sport: Algerlega tilgangs- og tilefnislaust! — Pessar grettur eru orSnar samgrónar og eiginlegar öSrum hvorum karlmanni hjá okkar elskulegu þjóS. Hjá kvenþjóS- inni eru þær miklu sjaldgæfari. Konur eru liræddari um úfliliS. Sem belur fer. En þó gleyma þær þessu alltof margar! Pessar grettur eru orSnar aS vana, á- vana og óvana. Og þaS er ljótur vani. Pær eru hreint og beint ómenningarvott- ur, þótt þær sjáist jafnt hjá gáfumönnum vorum og gáfnasljóum, skólagengnum jafnt og fáfróSum. Pær eru skilgelnar systur hirðuleysisins, sem enn einkennir oss tslendinga á flestum sviSum. — Pví að flestar grettumar eru hirðulaus um- gengni meS vort eigið andlit, svip og drætti. Á svipaSan hátt og t. d. skitiS gólf, ruslaralegt eldhús, rySgað reiShjól og ■' klepróttur reiShestur. — : Elestir vitfirringar gretla sig og begla. ViS þekkjum þá einmitt oft á því. — Eg held, aS viS íslendingar grettum okkur þjóSa mcst, þeirra sem ég þekki. Senni- lega er þaS aS einhverju leyti veSráttunni aS kenna. En það er þó heimskulega hjá- kátleg og vita ónýt vörn að gretta sig framan i höfuSskepnurnar. T. d. aS gapa viS norSanroki. Ekki lokar NorSri vind- túla sínum fyrir þaS, hcldur — með leyli — blæs hann beinl upp í skegll og gal- Framh. á bls. 25,

x

Stundin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.