Stundin - 01.08.1940, Side 30
so
STUNDIN
Hagsýni
Röndótt baðmullarefni eru
mikið í tízku í sumar. Hér eru
strandföt rauð og hvítröndótt.
Undir pilsinu, (sem er með
vösum) eru dökk bláar buxur,
shorts, úr jersey-efni. Kollur-
inn á stóra hattinum er einnig
úr jersey og því ekki vand-
meðfarinn.
Fleygið ekki gömlum borð-
dúkum. Ef eitthvað er heilt
eftir í þeim má sauma úr því
kaffidúka eða borðdregla.
og tízka.
Hentugur kjóll
Þegar opna á salmíaksspírit-
us-flösku eða annað, sem
sterk lykt er af, er gott að
halda flöskunni vel frá sér.
Sjálfsagt er að hafa sömu að-
ferð, þegar hella á úr flösk-
unni, til þess að hin sterka
lykt fari ekki upp í nef og
augu.
Gott er að hreinsa svarta ull-
artauskjóla með því að fara
fyrst yfir þá með ryksugu
síðan yfir með svampi og
heitu vatni, og því næst fara
vandlega yfir kjólinn með
heitu járni.
Geymið allan cellophane-papp-
ir, sem til fellst utan af ýmsu,
sem þið kaupið. Hann er til
margra hluta nytsamur, m. a.
til að klippa í ræmur og nota
ti! þess að binda upp blóm
með.
Þcnnan kjól má nota hvort
sem er uppi í sveit eða í borg-
inni. Hann er úr fíngerðu
karlmannfata-,,flannet”. Á
kragalausa jakkanum eru
tveir stórir vasar, eins og
líka eru á hvítu pique blús-
unni, sem notuð er undir jakk
anum. Hún er bundin saman í
hálsinn með smá slaufu og
hneppt niður úr með hvítum
skelplötum. Pilsið er saumað
við breitt belti og eru renni-
lásar á því bæði að aftan og
framan, þannig að lokafelling-
ar myndast fyrir neðan renni-
lásinn. Tveir vasar eru á pils-
inu.