Stundin - 01.08.1940, Qupperneq 44

Stundin - 01.08.1940, Qupperneq 44
S rUNDIN Bæheimskur munkur, Athanasius Kuirscher að nafni,, mun hafa fyrstur manna séð blóðkornin. Gegnum litla smásjá kom hann auga á það, sem hann nefndi orma í blóði sjúklinga. Það var árið 1658. Elzta stjórnarbygging í Ameríku er Casa Blanca í San Juan, Puerto Rico. Það hús stendur óbreytt frá þeim tíma, er Spán- verjar reistu það árið 1521, sem heiðursbústað til handa Bonco de Leon, er fyrstur nam land á Florida-skaga. Niðursoðinn áll er nýjasta framleiðsluvara Japana og flytja þeir hana út í stórum stíl. Þetta er Formgren liðsforingi, hið mesta átrúnaðargoð Svía í vígbúnaði þeirra og landvarn- araðgerðum. Hann hefur tekið að sér það vandasama hlut- verk að gæta eyjunnar Got- land, en hún er eign Svía og talin geta verið mjög þýðing- armikil lendingarstöð fyrir innrásarher í Svíþjóð, hvort sem árásin kynni að verða gerð að „austan” eða „sunn- an”. Það bar til á Gullfoss í fyrrahaust, að nokkrir far- þeganna lentu í orðasennu út af tildrögum stríðsins, og sýndist sitt hverjum. Skelitu sumir skuldinni á Þjóðverja, en öðrum þótti sem sökin væri hjá Bretum. Árni Pálsson, prófessor, var einn af farþeg- unum, en hann er sem kunn- ugt er lítið vinveittur Þjóð- verjum. Er deilan stóð sem hæst, kom einn Þjóðverjavin- urinn með þá hæversku at- hugasemd og foma spaka málshátt, að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Reis þá Árni æfur úr sæti og sagði, að þetta væri sá rætnasti málsháttur, er hann þekkti, en vildi ekki skýra málið nán- ar. Lauk þar með deilunni um upphaf stríðsins, og hverjir ættu sök á því. Daginn eftir sat Árni í sam- ræðum við einn farþeganna, og spjölluðu þeir um kunnan hjónaskilnað, sem báðir þekktu nokkuð til. Voru þeir ósammála um upptök þess hildarleiks, gaf annar kon- unni sökina, en hinn vildi á- líta, að maðurinn gæti hafa átt sinn hlut að máli. En Árna var umhugað um að slá botn- inn í þessar andlausu umræð- ur, stóð upp og sagði: — Það veldur sjaldan einn þegar tveir deila. •X- * -X* Grímur Grímsson, skrif- stofumaður hjá tollstjóra, þótti mikill óspektarmaður í skóla, og var talið, að hann ætti sök á flestum væringum og háreisti í sínum bekk. Það bar eitt sinn til í kennslustund hjá Jakobi Smára, að uppþot mikið varð í þessum bekk og keyrðu svo ólætin úr hófi fram, að jafnmikill hæglætis-

x

Stundin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.