Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Blaðsíða 14
12
Ég gerði mér vonir um, að nú mundi byrja nýtt
og i bjartara tímabil í fjármálasögu félagsins. Við
mintumst í fyrra á ýmsan viðeigandi hátt hins fyrsta
25 ára áfanga í félagslegu samstarfi vélstjóranna.
Og við strengdum þess heit, að hér eftir skyldum
við fylkja okkur betur og þéttara uro merki félags-
ins en áður. Ég vona, að svo verði, því það ríður á
því hér sem annarsstaðar, að vera heill í starfinu,
annars er einskis árangurs að vænta. Pví miður hafa
vonirnar brugðist á fjármálasviðinu. Um áramótin
voru 7 menn er engin skil höfðn gert á árinu, hvorki
þannig, að viðurkenna eldri skuldir með því að und-
irskrifa greiðslusamninga, né á þann hátt að greiða
árgjaldið. Þessir menn féllu því undir 9. gr. félags-
laganna og voru strikaðir út. Tapaðist við þetta upp-
hæð er nam 1927,50 kr, Nöfn þessara fyrverandi fé-
laga fara hér á eftir:
Bjarni Jónsson, Freygarður Þorvaldsson, Guðmund-
ur Ágústsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Bjarni
Helgason, Pétur Runólfsson og Benóný Baldvins-on.
En með þessu er ekki nema hálfsögð sagan. Af ár-
gjaldinu 1934 voru um áramótin óinnheimt 1726,60
kr. í hvorn sjóð eða samtals 3453,20 kr. Verður fyrir
þessa sök að bægja mörgum frá kosningu og fund-
arsókn. Jafnvel suroa, sem í kjöri áttu að vera, samkv.
tilnefningu síðasta aðalfundar, varð að strika út af
kosningabréfinu af þessum ástæðum.
Pegar félagsstjórnin fyrir þremur árum lagði það
til, að starfsmaður væri ráðinn fyrir félagið, var þao
í því trausti, að honum mundi takast að innheimta
iðgjöldin nokkurnveginn reglulega. Hefði þá verið