Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Side 61
dæmis um nytsemi samtakanna, og' þá eigi síður
það, sem öðrum hliðstæðum stéttafélögum hefir orð-
ið ág'engt. Mun og engum blandast hugur um, að
stéttasam'tökin eru örðin hin mesta nauðsyn í hinni
hörðu lífsbaráttu, og eins og þjcðfélagshögum nú
er komið.
Þeim, sem staðið hafa fyrir framkvæmdum í fc-
laginu, hefir þó oft fundist árangurinn af starfinu
ekki svara til erfiðleikanna, og umhyggjan fyrir
þeim, sem í eldinum hafa staðið, vera all-miklu minni,
en vera bar. En alt þetta er nú umliðið. Félagið er
nú vel þekt orðið, og út í frá mætir maður oft þeirri
skoðun hjá málsmetandi mönnum, að vélstjórarnir
— »já — það er nú öðru máli að gegna með þá, þeir
koma öllu fram, sem þeii- vilja, af því að þeir eru
svo einhuga og standa svo fast saman.«
Er ekki laust við, að þesskonar skoðanir óviðrið-
inna manna komi manni hálfgert á óvart. En hvað
um það. Þesskonar ummæli eru hvetjandi og örva
til aukinnar framsóknar. Það er eitthvað þægilegt
við það, að finna utan að sér, að 25 ára starf Vél-
stjórafélagsins hefir þó, þrátt fyrir alt, dregið að
sér athygli samferðamannanna, ekki til viðvörunar,
heldur miklu fremur til fyrirmyndar og eftirbreytni.
Og ef við lítum til baka yfir vaxtarár félagsins og
stéttarinnar, virðist mér við ekki þurfa neinn kinn-
roða að bera fyrir frammistöðuna. Við getum því
horft móti framtíðinni og þeim verkefnum, er hún
kann að færa okkur í hendur, með bestu sigurvon-
um og fullri djörfung.