Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Síða 167
165
í>ess undir aðalfund; einnig gat hann þess, að stjóm
Vélstjórafélags Reykjavíkur hefði tekið líklega í þ'au skil-
yrði, sem stjórn V.S.F.l. setti fyrir inntöku vélgæslumanna
i Vélstjóraféiagið. Form. gat þess ennfremur, íið til þess
afi þetta yrði liægt, yrði nð breyta orðalagi 6. greinar
félagslaganna, og1 hefði því stjórnin hugsað sér að bera
fram tilíögu, svohljóðandi:
I fyrstu málsgrein 6. greinar komi eftir orðinu vél-
stjóraprófi: eða vélgæsluprófi, og á eftir orðinu vélstjóra-
rétt.indi orðin: eða vélga'sluréttindi.
Form. talaði nokkur orð fyiir tillögunni og gat þess,
að það væri mikill fjárhagslegur styrkur að fá svo marga
fullgilda menn inn í félagið.
JtorkelI Sigurðsson tjáöi sig hlynlan hugmynd for-
manns, ef liægt vrori að fá vélgæslumennina inn í félagið
með þeim skilmálum, sem stjómin hefði liugsað sér.
Form. gat þess, að það, sem um væri að ræða, væri
það, hvort fundurinn væri því samþykkur, að þeir væru
teknir inn í félagið eða ekki, og ef fundurinn vildi sain-
þykkja það, yrði 'hann að samþykkja tillögu þá, sem
stjórnin hefði lagt fyrir íundinn.
Magnús Guðbjartsson henfi á, að mikil liætta gæti
stafað af þvi, að taka vélgæslumenn inn i félagið, vegna
þess að þá gæti félagið ekki unnið á móti þeim, ef þeir
ætluðu að fá réttindi sín aukin frá því, sem nú er. Og
sagði hann, að hann hefði heyrt, að þeir hefðu í huga
að fá vélgæslulögunum breytt þannig, að þeir fengju
rettindi 2. vélstjóra á skipum með vélum upp að 700 h.ö.
Hann lagði til í því sambandi, að Vélstjórafélagið gengi
í Alþýðusambandið og léti svo vélgæslumennina sigla
sinn sjó, en gat þess jafnframt, að til þess að það yrði
heimilt, þyrfti fyrst að breyta þvi i félagslögunum; sem
stæði í vegi fyrir, að það væri hægt.