Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Side 29
27
Ennfromur er það voil álit, að þar sem þetta starf verð-
ur ekki falið nema reyndum og áreiðanlegum mönnum,
þá sé varla iiœgt að gera ráð fyrir öðru en að þeir verði
að hafa vanaleg vélstjóralaun.
Eðlilegast vœri því, að ákveðið ársgjald til gæslunnar
væri greitt af hverju skipi, og annaðist útgerðarmanna-'
félagið greiðsluna á því. Hve hátt þetta gjald þarf að vera,
fer eftir því, iive mörg skip er um að ræða. Að voru áliti
veitti ekki af, að eftirlit væri með öllum fiskiskipum,
smáum og stórum.
Vér liöfum rætt þetta mál all rækilega frá ýmsum hlið-
um, og er þetta sú heppilegasta leið, sem vér ennþá höf-
um fundið.
Virðingarfylst.
Sigurjón Kristjánsson.
Til Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda, Reykjavík.
Seinna áttum við svo fund, með samn.nefnd F. f. B.
á skrifstofu þess. Var þar rætt um samningsuppkast
okkai-. Þetta var rétt fyrir áramótin. Kváðust utgerð-
armenn fúsir að láta lögskrá upp á samn. frá 1929
eftir áramótin eins og áður, en um það, að samnings-
binda ný atriði, var alt tregara. Létu þeir í ljós þá
skoðun, að samn. mundu helst geta tekist á þeim
grundvelli, að % yrðu greiddar af fiskinum nýveidd-
um, og gert upp við lok hverrar ferðar. Við töldum
ekkert því til fyrirstöðu, ef allir %-menn gerðu það
sama. Lauk fundinum með því, að útgerðarmenn
sögðust mundu undirbúa málið betur og eiga tal við
skiþstjóra og stýrimenn um það.
Eftir áramótin kom svo verkfall hásetanna, og var