Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Síða 82
80
•Þann 9. nóv. kemqr svo nefndarálitið, og leggur
nefndin einróma til, að réttindin verði miðuð við
2,50 hö. Var frumvarpið samþykt þannig með 17 at-
kvæðum gegn 2 og vísað til 3ju umræðu.
Þann 13. nóv. er frumvarpið á dagskrá til 3ju
umr. Er nú komin fram breytingartillaga frá Pétri
Ottesen um, að réttindin verði miðuð við 400 hö.
Var hún feld með 14 atkv. gegn 12, en frumvarpið
samþykt með 21 atkv., eins og það kom frá nefnd-
inni, og sent til efri deildar.
Þann 15. nóvember er frumvarpið á dagskrá í
efri deild og samþykt þar til 2arrar umræðu og vísað
til sjávarútvegsnefndar. Þann 22. nóv. sitjum við
Hallgrímur Jónsson fund með sjávarútvegsnefnd
efri deildar, en í henni áttu. sæti þingmennirnir Ing-i
var Pálmason, Sigurjón A. ölafsson og Jón Auðap
Jónsson. Áttum við langt tal við nefndarmenn um
frumvarpið og héldum því fram sem fyr, að ástæðu-
laust væri að rýmka réttindin meira en í 200 h.ö.
Næstu daga töluðum við nefndarmenn Vélstjóra-
félagsins við flesta þingmenn efri deildar, og var osg
eftir það þegar ljóst, að margir þeirra myndu okk-
ar málstað all-andvígir.
Þann 4. desember kemur svo frumvarpið frá nefnd-
inni, og leggur hún nú einróma til, að réttindin séu
miðuð við 400 h.ö., þó með því skilyrði, að þeir, seni
vélgæslu stunda við vélar frá 150 til 400 h.ö., verði
að hafa staðist munnlegt og verklegt próf samkvæmt
reglugerð, sem atvinnumálaráðuneytið setji. Var frvi
allmikið rætt, og andmælti prófessor Magnús Jónsson
því harðlega. Að endingu var það samþykt til 3j,u umi