Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Síða 66
64
I þessu sambandi skal þess getið, að á einu af
þessum skipum, sem sigla til Miðjarðarhafslandanna,
hafa verið teknar upp þrískiptar vökur, og er sú
breyting virðingarverð og ljóst dæmi þess, að ekki
er óframkvæmanlegt að leysa málið á þeim grundvelli.
En verði aftur á móti farið með þetta mál þá leið,
sem félagsstjórnin og yfirvélstjórar þeir, er hlut eiga
að máli, ætlast til, sem sé teknir upp samningar við
útgerðirnar, þá er mál þetta úr sögunni um óákveð-
inn tíma.
Hinsvegar, ef kröfur okkar undirvélstjóra þykja ó-
sanngjarnar, og of langt gengið í þessu efni, þá er-
um við fúsir til þess að rétta út höndina til samvinnu,
ef það mætli verða til þess að leysa málið og bæta
úr að einhverju leyti.
Ég lít svo á, að hvorki Vélstjórafélagið, stjórn þess
né við undirvélstjórar getum gert neinar ákveðnar
samþykktir til eftirbreytni um þetta mál, eins og er,
heldur verður í þessu efni að vera samvinna innan
stéttarinnar, sem byggist á félagslegum gri’ndvelli,
það verður að leysa málið með nokkurskonar vinnu-
miðlun með þeim mannafla, sem nú er.
Með nokkrum orðum þykir rétt að svara þeim fáu
bréfum, sem félagsstjórninni hafa borist um þetta
efni.
I sumum þessum bréfum er bent á, að ef yfirvél-
stjórarnir færu að »ganga vökur«, myndi það rýra
álit þeirra út á við.
Ég get get nú ekki komið auga á, við hvað þetta
hefur að styðjast, og má benda á í þessu sambandi, aö
á meðan skip Eimskipafélags Islands sigldu til Amer-