Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Síða 132
130
'öröin full nauðsyn. Suöa, einkum rafsuöa er nú oröiö
mikið notuö um allan heim við framleiöslu og viðgerð-
ir ýmissa hluta, og oft þar, sem mikið reynir á, svo aö
hver þjóð þarf að vera vel á verði gegn öllu „fúski"
í ])essu efni. Eins og áöur er sagt, er suðan sem sé
einhver hættulegasta iöngreinin í þeim efnum, vegna
þess hve erfitt er að sannprófa styrkleika hennart eftir á.
Hvernig best verður ráðin bót á þessu máli hér á landi,
skal ekki farið út í hér, en þaö er sannarlega oröin nauð-
syn, hér sem annars staðar, að setja reglur um lærdóm
og hæfileika suðumanna. Ætti námstími þeirra ekki að
vera styttri en 4 ár, og um fram alt þyrfti að vera hægt
að sjá svo um, að þessa iðngrein lærðu ekki aðrir en
þeir, sem hafa hæfileika til þess aö gæta staöiö í stööu
sinni. Þetta er afar mikilvægt, og aðrar þjóöir leggja
mikla áherslu á þaö. Amerikumenn eru meira aö segja
farnir aö prófa sálfræðilega hæfileika sveina, áður en
þeir 1)yrja þennan lærdóm.
Að endingu vil eg geta þess, aö hér á landi eru 2 at-
vinnufélög, sem þetta mál snertir allmikið ; þaö eru Fé-
lag járniðnaðarmanna og Vélstjórafélag Islands. Málið
er annarsvegar nátengt afkomuskilyrðum járniðnaöar-
manna og áliti þeirrar stéttar, og hinsvegar eiga vél-
stjórar að búa við vinnu þá, sem suðumennirnir leysa
af hendi, og jafnvel bera ábyrgö á, að hún veröi ekki
lífi og eignum manna aö tjóni.
Þessi tvö fyrnefndu félög hafa bundist samningum um
samvinnu á vissu sviði, og 1)ýst eg við, að samvinna
þeirra kæmi þeim báöum aö mestu gagni, ef þau beittu
sér fyrir því, með aðstoð hins opinbera, aö mál þetta
‘kæmist á réttan grundvöll. Þ. L.