Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Qupperneq 164
])á las féhiiðir upp endurskoöaöa reikninga félagsins,
er revndust vera í góðu iagi. Skýröi hann síðan afstöðu
sína viðvíkjandi lánastarfsemi félagsins.
Engar umrœður urðu um skýrslur né reikninga félags-
ins, og voru þeir þá bornir undir atkvæði og samþvktir
með öllum greiddum atkvæðum.
4. Kosning kjömefndar. þriggja manna nefnd var kosin
til þi'ss að athuga og telja stjórnarkosningarseðlana, og
lilutu þessir kosningu: Aðalsteinn Björnsson, Jón Svein-
bjömsson og JÓn. A. Sveinsson. Nefndin tók þegar til
starfa,
5. Frá Vélstjórafélagi Hafnarfjarðar. Formaður fólagsins
þar, Guðjón Benediktsson, gaf munnlega skýrslu um
starfsemi félagsins. Sagði hann, að aðal vinna félagsins
þar hefði verið sú, að rannsaka, livort nokkur maður
væri siglandi án vélstjóraréttinda; reyndist það vera að-
eins cinn. Sömuleiðis sagði hann, að snemma í desem-
ber samþykti Iðnaðarmannafélag Hafnarfjarðar, að enginn
mætti vinna við iðn, nema hann liefði sveinsréttindi eða
væri í iðnfélagi. Leitaði formaður þá samninga við nefnt
félag, en þeir samningar hafa ekki tekist enn! og nást að
öllum líkindúm ekki, því ekkert járniðnaðarmannafélag
er til á staðnum (í Hafnarfirði), og Iðnaðarmannafél.
'vill ekki semj,a á sama grundvelli og samið var við
járniðnaðarmannafél. i Reykjavík.
6. Skemtiferð. Varaformaður félagsins, Júlíus Olafsson,
liafði framsögu í því máli. Kvað hann æskilegt, að Vél-
stjórafélagið gæti farið stutta skemtiferð, eins og til þing-
valla, og haft þar sameiginlegt borðhald. Sagði hann, að
ef félagið færi slíkar skemtiferðir, yrði það til þess, að
meðlimirnir byndust stcrkari félagsböndum. Tóku síðan
ýmsir til máls, og voru fundannenn þvi mjög fylgjandí,
að farin yrði skemtiferð til þingvalla. þá kom fram