Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Síða 32
manna. Hafa ekki fœrri en 7 slik frumvörp komið fram
i þinginu á undanfarandi 10 árum.
pó að sum frumvarpanna hafi að vísu verið feld, hafa
nokkur þeirra náð samþykki þingsins og orðið að lögum.
Er skemst af að segja, að breytingar þessar hafa síður en
svo orðið til bóta, en valdið ruglingi og ósamræmi, spilt
öryggi á skipaflotanum, og hindrað eðlilega aðsókn ungra
manna að kenslustoi'nun vélstjórastéttarinnar. Og þrátt
fyrir alt hefir atvinnumálaráðuneytið sífelt orðið að veita
bráðabii'gðavélstjóraréttindi iítt æfðum og fákunnandi
mönnum, til þess að skipin stöðvuðust ekki vegna vönt-
unar á vélstjórum.
En þetta má ekki lengur svo til ganga. Vélarnar eru
hér sem annarsstaðar raunar lífæð atvinnuveganna, og
fullkomin gæsla þeirra, bæði á sjó og landi, er höfuðnauð-
syn. pá er og ósamræmi það, sem orðið er milli réttinda
manna og námskrafna við gufuvélar annarsvcgar og mót
ora hinsvegar mjög varhugavert.
Vér teljum þvi mjög aðkallandi, að framkvæmd verði á
næstunni endurskoðun og samræming á vélgæslulöggjöf-
inni og, ef með þarf, allri vélfræðikennslu, broði við Vél-
stjóraskólann og námskeið Fiskifélagsins.
Leyfum vér oss því að mælast til þess við hóttvirtan at-
vinnumálaráðherra, að hann skipi sem fyrst nefnd, ekki
færri en 5 manna, til þess að framkvæma þessa endur-
skoðun, og ljúki hún störfum sínum svo snemma, að
væntanlegar tillögur hennar geti legið fyrir Alþingi 1935
(haustþingi).
Vér leyfum oss ennfremur að leggja til, að eftirfarandi
stofnanir eigi fulltrúa í nefndinni:
Útgcrðarfélögin og vátryggingarfélögin 1 fulltrúa, Vél-
stjórafélag íslands 1 fulltrúa, Fiskifélag íslands 1 fulltrúa.