Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Síða 64
Erindi
flutt á stjórnarfundi á samlársdag 1934.
Par sem mjög mikil tregða hefir orðið á að svara
bréfum þeirn, sem félagsstjórnin hefur sent yfirvél-
stjórunum á verslunarflotanum og varðskipunum út
áf vinnutíma undirvélstjóranna á umræddum skip-
um, og svartíminn orðinn all-langur, en aðeins fjögur
ibréf borist, virðist ekki vera annað fært, en að byrja
að vinna úr því, sem komið er.
Sum bréfin, sem borist hafa, eru all-löng, efnis-
mikil og ítarlega skrifuð, en flest eru þau heldur
f óhag undirvélstjórunum, eins og við mátti búast;
þó hafa sumir yfirvélstjiirarnir látið svo um mælt,
að þetta vari framtíðarmál, sem þyrfti að vinna að
sem fyrst, og getur maður sagt, að með þessu lagi
sé málinu stungið svefnþfjrn, ef ekkert meira er að
gert, en þó sér í lagi á þann hátt, að aðeins er bent
á ,þú einu og' illfæru leið, til að leysa málið, að vísa
því til útgerðanna og' fai-a fram á að fjölga mönn-
um.
Eins og félagsstjórninni er kunnugt, stendur hin
islenska útgerð mjög höllum ifæti (eftir því sem best
verður vitað), og er því þessi leið mjög vafasöm til
úrlausnar, að mínu áliti. Ég vil benda félagsstjórn-