Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Síða 15
13
nægilegt fé til þess að standast kostnaðinn, og alt
gengið skaplega. Pað kemur greinilega í ljós á reikn-
ingunum, að það, sem tapast hefir við útstrikun nú
síðustu árin, að viðbættu því, sem styrktarsjóður
leggur fram til skrifstofunnar, er hærri upphað en
rekstrarhallinn þessi ár.
Reynslan sýnir okkui’, að engar áætlanir okkar
stand.ast í þessum efnum. Til þess að standast rekstr-
arkostnaðinn síöastliðið ár, sem reyndar var venju
fremur hár sökum afmælisins, varð að fá lánað hjá
st.sj. 1358,48 kr„ og verður að breytast töluvert til
hins betra með innheimtuna, ef við eigum að geta
endurgreitt það bráðlega. Eignir fél.sjóðs eru nú lílið
annað en húsmunir og útistandandi iðgjöld. Með cðr-
um orðum: við komumst ekki hjá því að viðurkenna,
að þó nú starfi maður hjá félaginu alt árið og vinni
með alúð að því, að leiðbeina félagsmönnum og tala
máli þeirra, þá er það næstum helmingur vélstjór-
anna, sem ekki finnur hvöt hjá sér til þess að standa
í skilum og styðja með því að eðlilegri þróun félags-
starísins.
Okkur ætlar sýnilega ekki að takast að halda fél-
aginu okkar frá hinni fjárhagslegu uppdráttarsýki,
sem þjáir svo mörg fyrirtæki og stofnanir í kringum
okkur. Nú er því um það að ræða, hvort ekki sé
hægt að finna einhverja úrlausn, eitthvert ráð gegn
frekari veiklun og vansæmd. Iðgjöldin verða að koma
inn Okkar félagsstarfsemi er engin undantekning
í því efni, að ef hún á að þróast, verður hún að
styðjast við nokkurt fjármagn. Hinir mörgu og góðu
félagsmenn. sem greiða gjöld sín skilvíslega og jafn-