Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Síða 143
141
innar, enda munu þær hafa vitnast í sjóprófum
þeim, sem haldin voru, þegar s-kipið kom í höfa.
En það er auðsætt, að hér hefir litlu munað, að
skarð yrði höggvið í vélstjórastéttina, því annar
vélstjóri var nýgenginn burtu frá kælidælunni, þeg-
ar sprengingin varð, og má hiklaust telja, að það
hafi orðið honum til lífs. Það er því vert að hug-
ieiða það nú þegar, hve það er góð regla að leiða
glateim vörpuvindunnar upp til loftsins, á meðan
varpan er dregin, því ef kælidælan stansar, rheðan
veiið er að draga upp vörpuna, getur reynst erfitt
íuí koma dælunni í gang eftir að alt vacuum er fall-
ið, og yfirþrýstingur kominn í eimsvalann; — afleið-
ing þess er auðsæ.
Skipinu var komið í höfn án aðstoðar annarra
skipa, en ekkert sældarbrauð hefir það verið fyrir
vélstjórana að þurfa að haldast við niðri í vélar-
rúminu, enda báru þeir þess menjar, eins og áður
er getið.
A'Télin var látin ganga hæga ferð, og eimurinn frá
henni látinn streyma út í vélrýmið. Að sjálfsogðu
voru loftdæla og fæðidæla óstarfhæfar, en ketildæla
eða „jektor“ notuð til að halda vatni á katlinum.
Eins og hér stóð á, var vegalengdin til næstu
hafnar ekki ýkja löng, eða um 50 til 60 sjómílur.
En setjurn nú svo, að þessi bilun hefði komið fyrir
lengra burtu, t. d. 100—200 sjóm. undan landi. Þá
hefði ekki verið góð æfi hjá vélstjórunum, að verða
að hafast við niðri í þessu eimbaði alla þá tíð.
Hugsanlegt er, að þá hefði t. d. mátt taka glat-
eimspípu vélarinnar af, snúa henni við og láta neðri