Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Side 59
57
Eins og vænta mátti, tók félagið launamál stétt-
arinnar á dagskrá sína. Hefir á þeim vettvangi ver-
ið unnið mikið starf af ýmsum forgöngumönnum fé-
lagsins. Það, sem einkennir þær framkvæmdir vél-
stjóranna, er það, að þær hafa tekist, að heita má,
hávaðalaust. Um árangurinn má vitanlega deila. Þó
býst ég við, að launakjör okkar þoli vel samanburð
við launakjör stéttarbræðra okkar í nágrannalönd-
unum. Tel ég ástæðu til þess, fyrir hönd félags-
manna yfirleitt, að þakka fyrverandi formönnum og
Öðrum samningsmönnum fyrir mikið og gott starf
á því sviði.
Innbyrðis hefir félagið haft með höndum all mikla
starfsemi. Hafa félagsmenn lagt fram til þeirra
hluta alt að 140 000 kr. Um 20 000 kr. af því hefir
verið varið til styrktarstarfsemi til hjálpar fátæk-
um félögum og skylduliði þeirra. Um 5000 kr. hefir
verið varið til fræðslustarfsemi og menntamála o. fl.
Þó eru eignir félagsins nú alls um 115,000 kr. Þá
ber að minnast þess vísis til samstarfs í félagsleg-
um efnum, sem byrjaður er að þróast meðal kvenna
vélstjóra. Og það er vissulega ekki ómerkasta fram-
tak Vélstjórafélagsins, er það efndi til þess félags-
skapar. Það hefir komið fram, að þróttur er nokk-
ur í kvenfjelaginu, og framkvæmdir þess fyllilega
eftir vonum þau fáu ár, sem það hefur starfað. En
það er svo með þann félagsskap sem annan, að
því fleiri sem taka höndum saman, því sterkari og
framkvæmdavænlegri verður hann. Og um leið og
ég þakka vélstjórakonunum fyrir þann góða skerf,
sem þær hafa lagt til félagsstarfseminnar, vil ég