Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2008
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
VERÐBÓLGAN eykst enn og
mælist nú 18,1% miðað við undan-
farna 12 mánuði en hún mældist
17,1% í nóvember. Verðbólgan er
núna jafnmikil og hún var í maí árið
1990 og hefur ekki verið hærri í tæp
nítján ár.
Flugfargjöld hækka um 14,6%
Undanfarna þrjá mánuði hefur
vísitala neysluverðs hækkað um
5,5% sem jafngildir 24% verðbólgu á
ári. Vísitalan hækkaði um 1,52% frá
nóvember til desember og er núna
332,9 stig. Vísitala neysluverðs án
húsnæðis er 303,4 stig. Hækkaði hún
um 1,71% milli mánaða og mælist nú
20,7%, að því er segir í tilkynningu
frá Hagstofu Íslands. Að sögn Guð-
rúnar R. Jónsdóttur hjá Hagstof-
unni hefur vísitala neysluverðs verið
hærri en vísitala án húsnæðis síð-
ustu ár, en vegna vöruverðshækk-
ana og þeirrar staðreyndar að dreg-
ið hefur úr hækkunum
húsnæðisverðs, er húsnæðið núna
farið að stuðla að stöðugleika í verð-
lagi.
Matarverð hækkar
Verð á húsgögnum, heim-
ilistækjum o.fl. hækkaði um 4,4%, og
efni til viðhalds húsnæðis hækkaði
um 7,2%. Verð á mat og drykkjar-
vöru hækkaði um 2,1% og verð á
áfengi hækkaði um 9,2%, að hluta til
vegna hækkunar áfengisgjalds. Verð
á tómstundavörum, leikföngum og
ritföngum hækkaði um 2,4% en það
hafði hækkað um 12,7% frá sept-
ember til nóvember. Athygli vekur
að verð flutninga í lofti hækkaði um
12,7% milli mánaða, en sé eingöngu
miðað við flugfargjöld til útlanda þá
nemur hækkunin 14,6%.
Verð á bensíni lækkaði um 8,7%
þrátt fyrir hækkun olíugjalds, en frá
september til nóvember á þessu ári
hækkaði bensínið um 19,8%. Kostn-
aður vegna búsetu í eigin húsnæði
lækkaði um 0,5%.
Verðbólgan mælist 18%
Hefur ekki mælst meiri í tæp nítján ár Flugfargjöld hækka um 14,6% milli
mánaða Verð á mat og drykk hækkaði um rúm 2% Bensínverð lækkar
!"# $"%&' ()
*
+,-
.' ()
!''() *$+)$ )% %),'+'-&.
/
01' ()
! ')/ ),'+"!&.
2.
0' ()
34 56 7
89' :()
;34 . 78 1999'< ()
!0 )1 ),!+- &.
!02) $),'+0'&.
3 ' <()
!-')3 )) ),'+-"&.
<26
' <()
!( ))4 ))),5+5(&.
!(22)) $ )) $),'+0 &.
=0
>8' <:()
:08
+ 8 ' < ()
!#0))4 +)
))$ ),'+-!&.
30
6' ;;()
6
. ?-0
' ;()
*67) $ ) 6
@0
9
+ 9
A (
A (
80+(&
8#+ &
8"+0&
8(+(&
A <(
B (
8(+'&
A (
A (
8' +(&
80+"&
A :(
A (
9"+(
A; (
A (
A (
A (
MATTHÍAS Jo-
hannessen er
einn þeirra fjöl-
mörgu sem nú
velta Evrópu-
sambandsaðild
fyrir sér.
Á vefsíðu sinni
Matthias.is segir
hann: „Ég hef
verið að hugsa
um Evrópusam-
bandið og aðildina að því. Hef ekki
enn gert upp hug minn, en mun
gera það fyrir landsfund. Hjarta
mitt segir nei, heilinn já. Ég ætla að
sjá til, hvort hefur betur. En
áhyggjur af þessu eru litlar, því hér
mun þróun ráða hvað sem okkur
líður. En mér stendur ógn af reglu-
veldi.“
Hjartað
segir nei,
en heilinn já
Matthías
Johannessen
Hjálparsími Rauða krossins, 1717, er
opinn allan sólarhringinn allt árið.
Konukot, Eskihlíð 4, sími 511 5150,
athvarf fyrir heimilislausar konur er
opið allan sólarhringinn frá Þorláks-
messu til nýársdags. Í Vin, Hverf-
isgötu 47, sími 561 2612, athvarfi
fyrir geðfatlaða er hátíðarmáltíð
fyrir gesti sem hafa skráð sig annan
í jólum frá klukkan 14 til 18. Í Vest-
urafli, athvarfi á Brunngötu 10, Ísa-
firði, sími 456 4406, er hátíðarmáltíð
fyrir gesti sem hafa skráð sig á að-
fangadagskvöld og einnig opið ann-
an í jólum frá klukkan 13-16.
Opið allan
sólarhringinn
FULLTRÚAR Strætó bs. og bæj-
arstjórna Akraness, Hvalfjarð-
arsveitar og Borgarbyggðar skrif-
uðu í gær undir samninga um akstur
Strætós milli bæjarfélaganna og höf-
uðborgarsvæðisins. Aksturinn hefst
2. janúar nk. og verða farnar ellefu
ferðir daglega fram og til baka á
virkum dögum, sex á laugardögum
og fimm á sunnudögum. Markmiðið
með akstrinum er að tengja betur
saman höfuðborgarsvæðið og ná-
grannasveitarfélögin og auðvelda
íbúum að stunda vinnu, nám og
sækja þjónustu milli sveitarfélag-
anna með sem hagkvæmustum
hætti. Um leið var kynnt nýtt far-
gjaldafyrirkomulag sem byggist á
fjórum fargjaldasvæðum þar sem
svæði 1 er núverandi áætlanakerfi
innan höfuðborgarsvæðisins, svæði
2 er kragi í kringum höfuðborg-
arsvæðið, Akranes er á svæði 3 og
Borgarbyggð á svæði 4. Hækkar far-
gjaldið fyrir hvert gjaldsvæði sem
ekið er um en með notkun afslátt-
arkorta má lækka gjöldin verulega.
Tíðari ferðir
í Borgarfjörð
...SVO sem vér og fyrirgefum
Landsbankanum... segir Sigmund,
söguhetjan í þessari skopteikningu,
sem birtist í hollenska dagblaðinu
De Volkskrant fyrir réttri viku og
er tilefnið augljóslega Icesave-
reikningar Landsbankans og þau
vandræði, sem þeir hafa valdið.
Heildarupphæðin á reikningunum
var um 1.600 milljónir evra þegar
þeim var lokað. Hinn 11. október sl.
var tilkynnt að samkomulag hefði
náðst milli Hollands og Íslands
vegna Icesave. Heimildir Morg-
unblaðsins herma að það hafi falið í
sér að hollenska ríkið lánaði Íslandi
1,1 milljarð evra til að geta mætt
skuldbindingum. Síðar kom í ljós að
aðeins var um viljayfirlýsingu að
ræða. Því liggur enn ekki fyrir hver
beinn kostnaður íslenska ríkisins
vegna Icesave í Hollandi verður.
...svo sem vér og fyrirgefum...
GÍSLI Marteinn
Baldursson borg-
arfulltrúi hefur
ákveðið að taka
sér launalaust
leyfi frá störfum
í borgarstjórn
Reykjavíkur
fram á sumar.
Gísli Marteinn
segir á bloggsíðu
sinni að annir í
námi eigi eftir að aukast og ferða-
lögin heim hafi tekið á. Því hafi
hann ákveðið að taka launalaust
leyfi á vorönninni.
Gísli Marteinn segist verða á
fyrsta fundi borgarstjórnar eftir
áramót, þar sem fjárhagsáætlunin
verður afgreidd en fljótlega eftir
hann fari fjölskyldan út aftur og
verði fram á sumar.
Frí frá
borgarstjórn
Gísli Marteinn
Baldursson
FORSETAHJÓNIN, Ólafur Ragnar
Grímsson og Dorrit Moussaieff,
tóku mótmælendum vel í gær og
buðu þeim inn í kakó. Um tíu mót-
mælendur höfðu lagt leið sína á
Bessastaði til þess að hvetja forset-
ann til þess að staðfesta ekki fjár-
lögin fyrir árið 2009 þar sem í þeim
fælist óviðunandi niðurskurður á
fjárveitingum til heilbrigðis- og
menntamála.
Fyrr um daginn höfðu nokkrir
mótmælendur læst Fjármálaeft-
irlitinu með hengilás og fest á dyrn-
ar miða til útskýringar þar sem
stóð að stofnunin væri lokuð vegna
vanhæfis og getuleysis forstjórans.
Þegar stundarfjórðungur var liðinn
komu umsjónarmenn hússins og
klipptu í sundur hengilásinn.
Í gærmorgun stóð vegfarendum
síðan margvísleg þjónusta til boða
fyrir utan Landsbankann í Austur-
stræti. Stórum gagnaeyðara hafði
verið komið fyrir á gangstéttinni
þar sem fólk gat látið eyða skuldum
heimilisins, þá var hægt að fá
óreiðuþvott og hvítflibbaþvott. Síð-
an gat fólk fengið aðstoð við að
stofna leynireikninga og við und-
anskot til útlanda.
Komið
endilega
inn í kakó
Ljósmynd/Jóhann V. Gíslason