Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 25
Jórunn Frímanns- dóttir skrifar um strætisvagna- samgöngur nokk- urra helstu nágrannasveitar- félaga höfuðborg- arsvæðisins HINN 2. janúar mun Strætó bs. hefja reglubundinn akstur milli höfuðborg- arsvæðisins og Hveragerðis og Sel- foss annars vegar og Akraness, Hvalfjarðarsveitar og Borgarness hins vegar. Á virkum dögum verða farnar ellefu ferðir fram og til baka milli höfuðborgarsvæðisins og þeirra þéttbýlisstaða sem hér um ræðir, sex á laugardögum og fimm á sunnudögum. Samningar um aksturinn hafa verið undirritaðir. Með aukinni þjónustu Strætó verða í boði reglubundnar ferðir til Reykjavíkur, t.d. fyrir þá sem stunda þar vinnu eða nám, einfald- ari og hagkvæmari en nokkru sinni fyrr. Farþegar Strætó munu eiga greiðan aðgang að leiðakerfi sem er hvort tveggja í senn, þétt- riðið og dreift en um 130 km eru milli ystu áfangastaða. Um leið opnast möguleikar fyrir höf- uðborgarbúa og ferðamenn til að heimsækja Suður- og Vesturland til hagsbóta fyrir ferðaþjónustu þessara svæða. Kjalnesingar njóta svo sannarlega góðs af þessum breytingum, en með þessu mun verða samfelldur akstur um Kjal- arnes frá morgni til kvölds. Með þessari stórauknu þjónustu hefur Strætó opnað kraftmikla líf- æð milli nokkurra helstu byggð- arkjarna í nágrenni höfuðborg- arinnar og komið á beintengingu íbúanna þar við strætisvagnakerfi höfuðborgarsvæðisins. Þessir tímamótasamningar hafa enn- fremur stuðlað að eflingu suðvest- urhorns landsins sem eins atvinnu- svæðis. Samhliða umtalsverðri stækkun á þjónustusvæði Strætó bs. hefur nýtt fargjaldafyrirkomulag verið tekið í notkun. Það byggist á fjór- um fargjaldasvæðum og svipar mjög til þess fyrirkomulags sem tíðkast í borgum nágrannalanda okkar. Svæði 1 er núver- andi leiðakerfi innan höfuðborgarsvæðisins og svæði 2 er kragi í kringum höfuðborg- arsvæðið. Hveragerði, Akranes og Hvalfjarð- arsveit eru á svæði 3 og Selfoss og Borg- arnes á svæði 4. Hækkar fargjaldið fyrir hvert gjaldsvæði sem ekið er um, enda lengra að fara og kostnaður við þjónustuna meiri. Nokkur eftirvænting hefur ríkt meðal íbúa sveitarfélaganna sem nú hafa samið við Strætó bs. um akstur, enda um ódýran og þægi- legan ferðamáta að ræða, sér- staklega þegar kostir afslátt- arkortanna eru nýttir. Ákveðið hefur verið að halda gjaldskrá Strætó óbreyttri enn um sinn, sem ætti að koma sér vel hjá mörgum um þessar mundir. Þeir sem kynna sér fargjaldakerfi Strætó (www.straeto.is) sjá að Strætó er afar álitlegur kostur að ferðast með, hvort heldur er innan höf- uðborgarsvæðisins eða þegar ferðast milli höfuðborgarsvæðisins og þeirra þéttbýlisstaða sem fyrr- nefndir samningar ná til. Sam- anburður sýnir að Strætó er mun ódýrari kostur en einkabíllinn. Stjórn Strætó bs. hefur einsett sér að móta leiðakerfið þannig að það þjóni sem best þörfum not- enda. Með nýgerðum samningum hefur verið stigið stórt skref í þá átt að færa þjónustuna nær íbúum nokkurra helstu nágrannasveit- arfélaga höfuðborgarsvæðisins og svara eftirspurn eftir bættum al- menningssamgöngum. Jórunn Frímannsdóttir »Með þessari stór- auknu þjónustu hefur Strætó opnað kraftmikla lífæð milli nokkurra helstu byggðarkjarna í ná- grenni höfuðborg- arinnar Höfundur er borgarfulltrúi og stjórn- arformaður Strætó bs. Til hamingju Ár- borg, Hveragerði, Akranes, Borgar- byggð og Hval- fjarðarsveit Gjaldsvæði Strætó bs. Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 mbl.is/moggaklubburinn – meira fyrir áskrifendur Bókun og upplýsingar um gististaði er að finna á www.sumarferdir.is Kanaríeyjar Gisting á Amazonas eða Paraiso Almendros – íbúðir/smáhýsi með 1 svefnherbergi. 12. janúar – 9 nætur 21. janúar – 7 nætur Verð frá 69.900 á mann m.v. 2+1. Verð frá 74.900 á mann m.v. 2. Innifalið: Flug og gisting í eina viku Dunas Mirador í „allt innifalið“ 12. janúar – 9 nætur 21. janúar – 7 nætur Verð frá 99.900 á mann m.v. 2. Innifalið: Flug og gisting „allt innifalið“ í eina viku Tenerife Gisting á Parque Santiago stúdíó eða íbúð með 1 svefnherbergi. 4. janúar – 9 nætur 13. janúar – 7 nætur 20. janúar – 7 nætur Verð frá 69.900 á mann m.v. 2+1. Verð frá 74.900 á mann m.v. 2. Innifalið: Flug og gisting í eina viku 2+1 stendur fyrir tvo fullorðna og eitt barn, 2ja til og með 11 ára. Sparnaður: 3ja manna fjölsk. getur sparað allt að 78.951 kr. og tveir einstaklingar allt að 87.366 kr. miðað við vikuferð til Tenerife 13. janúar og gistingu í íbúð með svefnherbergi og stofu á Parque Santiago. Tilboð fyrir áskrifendur      MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2008

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.