Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 19
Fréttir 19ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2008 VEGNA efna- hagsástandsins og vaxandi at- vinnuleysis hefur eftirspurn eftir matarmiðum eða matarkortum í Bandaríkjunum aldrei verið jafn- mikil og nú. Um 30 millj. manna, 10. hver Banda- ríkjamaður, þiggur nú þessa aðstoð hins opinbera við að komast af. Til að eiga rétt á matarkorti, eins konar debetkorti, verða heildar- tekjur fjögurra manna fjölskyldu að vera undir 325.000 ísl. kr. á mánuði. Á fyrri samdráttarskeiðum hefur eftirspurnin eftir þessari aðstoð auk- ist eins og við er að búast en tals- menn félagsþjónustunnar í banda- rískum borgum segja, að nú sé hún meiri en þeir hafi áður kynnst. Í könnun, sem birt var fyrr í þess- um mánuði, kemur fram, að hungr- uðu fólki og húsnæðislausu fjölgi alls staðar enda hafa margir, sem ekki gátu staðið í skilum, verið bornir út. Um það bil tíundi hver Bandaríkja- maður, sem er með veðlán á húsi sínu, er nú kominn mánuð á eftir með afborganir eða meira. Millistétt með matarkort Donald Fortune er hálffimmtugur og einn þeirra, sem hafa í fyrsta sinn neyðst til að biðja um matarkort. Segir hann, að það hafi verið erfið ákvörðun en óumflýjanleg. Mætti hann snemma til að fá kortið til þess að hafa daginn fyrir sér í atvinnuleit. Stundum hefur hann náð að banka upp á hjá 30 fyrirtækjum á einum degi en svarið er alltaf það sama: Fyrirtækin eru fjárvana og engar ráðningar fyrirhugaðar. Kreppan er að því leyti ólík fyrri samdráttartímabilum, að nú fjölgar dag frá degi því millistéttarfólki, sem þarf á matarkortum að halda. svs@mbl.is Tíundi hver þarf matarkort Millistéttin vestra í vaxandi vanda Á bandarískri atvinnumiðlun. ÍSLISTAVERKIÐ „Kópernikus“ eftir þá Bogoslav Zen og Gosha Korenkyewicz hefur vakið verðskuldaða at- hygli á sýningu íslistamanna, sem nú er haldin í Rö- vershagen í Norður-Þýskalandi. Í Kópernikus og kík- inn hans þurftu listamennirnir alls um 260 tonn af hreinum og tærum klaka. AP Kópernikus í klakafjötrum SIR John Gieve, aðstoðarbanka- stjóri Englandsbanka, segir í viðtali við BBC, breska ríkissjónvarpið, að bankinn hafi ekki séð fyrir hve fjár- málakreppan yrði alvarleg. „Við vissum, að eitthvað var á seyði, vissum um jafnvægisleysið í efnahagsmálum heimsins og við vissum um brjálæðislega lánastarf- semi. Við töldum, að ákveðin leið- rétting væri í aðsigi en okkur óraði ekki fyrir þeirri kreppu, sem nú er skollin á,“ sagði Gieve. Gieve hefur verið gagnrýndur fyrir að átta sig ekki í tíma á vand- ræðum bankans Northern Rock og hann skýrir það út með því, að lík- lega hafi Englandsbanki ekki fylgst nógu vel með alþjóðavæðingunni og áhrifum hennar á bankastarfsemi. svs@mbl.is Grunlaus um kreppuna NOKKRUM vik- um áður en Bar- ack Obama tekur við sem forseti Bandaríkjanna hafa meira en 300.000 manns sótt um vinnu á vegum nýju stjórnarinnar. Um er að ræða algert met og sýnir vel þær væntingar, sem Bandaríkjamenn gera til Obama. Þó er líklegt, að ástandið í atvinnu- málunum sé hluti skýringarinnar. Þegar George W. Bush tók við embætti 2001 höfðu 44.000 manns lýst áhuga á að starfa fyrir hann og var hann ekki hálfdrættingur á við Clinton en fyrir hann vildu um 100.000 manns starfa. CNN-fréttastofan minnir á, að 300.000 manns sé eins og íbúafjöldi Íslands en ljóst er, að flestum um- sóknunum verður að hafna vegna þess, að Obama og stjórn hans geta ekki skipað nema 8.000 manns. svs@mbl.is Vilja í vinnu hjá Obama Obama Afar vin- sæll vinnuveitandi. SÆNSKA bílafyrirtækið Volvo er að þróa bíl með ratsjá og sjálfvirka bremsu sem stöðvar bílinn ef hann telur að hætta sé á árekstri við bíl eða gangandi vegfaranda fyrir framan. Í bílnum er skriðstillir sem heldur honum í öruggri fjarlægð frá bílnum fyrir framan. Gert er ráð fyrir því að bíllinn verði settur á markað árið 2010. „Þessi tækni gerir okkur kleift að taka stórt skref í þá átt að ná því langtímamarkmiði okkar að hanna bíl sem getur ekki lent í árekstri. Markmið okkar er að árið 2020 ætti enginn að deyja eða slasast í Volvo- bíl,“ hefur breska dagblaðið The Daily Telegraph eftir Thomas Bro- berg, öryggissérfræðingi Volvo. bogi@mbl.is Bíll er forðast vegfarendur HAMAS-hreyfingin á Gaza lýsti í gær yfir sólarhrings- vopnahléi í átökum sínum við ísraelska herinn en ísraelsk stjórnvöld boða stórárás á Gaza vegna flugskeytaárása á Ísrael. Hefur ísraelskum sendimönnum víða um heim verið falið að búa í haginn fyrir árásina með því að leggja áherslu á hlutskipti þeirra, sem eru í hættu vegna flug- skeytaárása Hamas. Hamas og aðrar vopnaðar hreyfingar á Gazasvæðinu hafa orðið við tilmælum Egypta um vopnahlé í sólarhring en talsmaður Hamas sagði, að gerðu Ísraelar stórárás á Gaza, yrði henni svarað með sjálfsmorðsárásum í Ísrael. Kosningar verða í Ísrael í febrúar og þau tvö, sem von- ast eftir forsætisráðherrastólnum að þeim loknum, Tzipi Livni, utanríksráðherra og leiðtogi Kadima-flokksins, og Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likud-flokksins, virðast reyna að yfirbjóða hvort annað með yfirlýsingum um harðar aðgerðir gegn Hamas-hreyfingunni. Ætla bæði að binda enda á yfirráð hennar á Gaza. Fyrir viku fékk Ísraelsstjórn í hendur bréf frá Alþjóða- bankanum, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Kvartettinum, Bandaríkjunum, Rússlandi, Evrópusambandinu og Sam- einuðu þjóðunum, þar sem hún var harðlega átalin fyrir að hafa haldið íbúum Gaza í herkví í hálft annað ár. Sagði í bréfinu, að vegna þessara aðgerða Ísraela blasti við al- gert samfélagslegt hrun á Gazaströndinni. svs@mbl.is Stórárás á Gaza undirbúin Alþjóðabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Evrópusambandið og Kvartettinn saka Ísraelsstjórn um að hafa valdið samfélagslegu hruni á Gaza Í HNOTSKURN » Gazasvæðið, sem er að-skilið frá Vesturbakk- anum, er 360 ferkm. Þar búa 1,5 millj. manna eða rúmlega 4.100 á hvern ferkm. » Er Hamas þar við völd enhún er herskárri en Fatah- hreyfing Abbas forseta. Moskvu. AP. | Míkhaíl Fadkín, 63 ára heilari í Moskvu, segist geta læknað fjölmarga kvilla – til að mynda bris- bólgu, lungnakvef, meltingartrufl- anir, jafnvel ófrjósemi – með því að handleika „lífsorkusvið“ sjúklings- ins. Margir hlæja að þessari fullyrð- ingu og kalla Fadkín skottulækni og skrumara. Hann hefur hins veg- ar fengið starfsleyfi frá rússneska ríkinu, er orðinn löggiltur heilari. Fólk sem stundar „hefðbundnar lækningar“ hefur getað fengið slíkt starfsleyfi frá rússneskum heil- brigðisyfirvöldum síðustu tvö árin. Fadkín setur upp 3.500 rúblur, sem svarar 15.000 krónum, fyrir heilunartímann og segist hafa nóg að gera. „Ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi,“ segir hann og bend- ir á „áruna“ sína, „vegna þess að allar upplýsingarnar sem ég þarf eru þarna, í gríðarstóru orkusvið- inu sem umlykur okkur.“ Um 130 heilarar hafa staðist rannsókn sem umsækjendur um op- inbera starfsleyfið þurfa að gang- ast undir. Embættismenn sem veita starfsleyfið segja að með rannsókn- inni sé hægt að komast að því hverj- ir hafi meðfæddan heilunarmátt. Rannsóknin er aðeins í boði í Moskvu og heilurum er í sjálfsvald sett hvort þeir gangast undir hana. Rússneskur þingmaður beitir sér nú fyrir því að allir heilarar í Rúss- landi verði skyldaðir til að gangast undir slíka rannsókn til að fá starfs- leyfi. Heilbrigðisyfirvöldin hafa verið gagnrýnd fyrir að votta trúverð- ugleika þeirra sem segjast vera gæddir yfirskilvitlegum mætti. Þeir sem gagnrýna starfsleyfin segja að rannsóknin sé algerlega marklaus. „Ég tel að rekja megi allt þetta löggildingarkerfi til vanþekkingar og spillingar,“ segir geislaeðl- isfræðingurinn Edúard Krúgljakov sem er í rússnesku vísindaakademí- unni. „Vísindamenn starfa eftir ákveðnum reglum og þetta löggild- ingarkerfi hefur ekki staðist neitt alvöru próf sem hefur vísindalegt gildi.“ Krúgljakov kveðst vera alger- lega andvígur þeirri hugmynd að veita fólki starfsleyfi sem löggild- um heilurum. „Ég tel að slík heilun eigi ekkert skylt við vísindi eða læknisfræði,“ segir hann. Áður er starfsleyfi er veitt er fer- ill umsækjandans rannsakaður, raf- boð heilans skönnuð og sérstök nefnd fer yfir niðurstöðurnar. Um- sækjendurnir þurfa að greiða 10.000 rúblur, sem svarar tæpum 45.000 krónum, fyrir rannsóknina. Rússneska vísindamiðstöðin fyrir hefðbundnar aðferðir við sjúk- dómsgreiningu og heilun annast rannsóknirnar. Andrej Karpeev, yf- irmaður stofnunarinnar, segir að alþýðulækningar og heilunar- aðferðir á borð við þá sem Fadkín notar hafi verið staðfestar með vís- indalegum rannsóknum. Hann við- urkennir að matið á því hverjir telj- ist gæddir heilunarmætti byggist á huglægum viðmiðunum en segir að með rannsókninni sé hægt að koma upp um svikahrappa. Að sögn Karpeevs er líklegt að um 100.000 manns í Rússlandi beiti töfrum eða einhverjum yf- irskilvitlegum aðferðum til að lækna sjúkdóma, lesa hugsanir eða fella fólk í álög. bogi@mbl.is Deilt um starfsleyfi heilara AP Heilari eða svikahrappur? Míkhaíl Fadkín, 63 ára gamall Rússi, fer hönd- um um „lífsorkusvið“ pilts í heilunarstofu sinni í þorpi nálægt Moskvu. 130 heilarar hafa staðist opinbert próf í Moskvu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.