Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 34
Morgunblaðið/RAX Hilmar Jónsson „Lykillinn að verkinu eru þessar fallegu manneskjur og það hvernig þær berjast við hversdaginn,“ segir Hilmar um Sumarljós. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is J ólasýning Þjóðleikhússins er Sumarljós, byggð á hinni rómuðu skáldsögu Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson. Verkið er safn tengdra sagna og brota. Sögusviðið er smá- þorp á Vesturlandi þar sem hver íbúinn á fætur öðrum reikar ráð- þrota um villugjörn öngstræti hjartans. Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2005 og var tilnefnd til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. Ekki vinnandi vegur „Tinna Gunnlaugsdóttir átti þessa hugmynd, rétti mér bókina og vildi sjá hvernig mér litist á. Ég las bókin, fannst hún stórkostleg og sá að það var ekki vinnandi veg- ur að gera leiksýningu úr henni og sló þess vegna til,“ segir Hilmar Jónsson sem er höfundur leik- gerðar og leikstýrir verkinu. „Í þessari leikgerð er nokkrum sög- um úr bók Jón Kalmans fylgt og reynt er að flétta þær saman, auk þess sem brugðið er upp smá- myndum af ýmsum karakterum úr þorpinu til að leggja áherslu á hvers konar samfélag er þarna um að ræða.“ Andrúmsloft verksins Hvaða tilfinningu ertu að reyna að koma til skila með leikgerðinni? „Þegar ég las bókina fylltist ég auðvitað af alls konar tilfinningum og andrúmsloft verksins kom til mín og ég lagði af stað með það í upphafi. En svo tók leikhúsið við af skáldsögunni. Leikverkið kemur ekki í staðinn fyrir bókina en þarna er verið að nota fallegar per- sónur Jóns Kalmans og við leik- húsfólkið reynum með okkar hætti að fanga eitthvað af þessu and- rúmslofti á leiksviðinu. Auðvitað skilur leiksýningin sig að ein- hverju leyti frá bókinni en við reynum eftir fremsta megni að notfæra okkur efniviðinn.“ Myndir héðan og þaðan Hilmar segir mikla vinnu liggja að baki sýningunni. „Verkið gerist á mörgum stöðum, á ýmsum tím- um og mjög víða. Það þarf ákveðna aðferð við að segja þannig sögu. Við erum ekki endilega trú tím- anum í bókinni heldur bregðum við upp myndum héðan og þaðan og vonum að aðferðin haldi utan um samhengið. Þannig að þótt sög- urnar séu margar verði innbyggð framvinda í sýningunni.“ Í sýningunni kynnast áhorf- endur fjölda persóna í litlu ís- lensku þorpi. Hversdagslífið reyn- ist fullt af stórviðburðum því undir kyrrlátu yfirborði krauma óhamd- ar ástríður, langanir og þrár. Furður hversdagslífsins Sextán leikarar taka þátt í sýn- ingunni og bregða sér í ýmis gervi. „Við reynum að gera þetta eins einfalt og við getum og leggjum upp úr því mannlega,“ segir Hilm- ar. „Lykillinn að verkinu eru þess- ar fallegu manneskjur og það hvernig þær berjast við hversdag- inn, vakna á morgnana, eru mann- eskjulegar og reyna að sofna sátt- ar á kvöldin.“ Fallegar manneskjur Úr sýningunni Sögusviðið er smáþorp á Vesturlandi þar sem hver íbúinn á fætur öðrum reikar ráðþrota um villu- gjörn öngstræti hjartans. Verkið er byggt á vinsælli skáldsögu eftir Jón Kalman Stefánsson.  Sumarljós er jólasýning Þjóðleikhússins  Leikverkið er byggt á verðlauna- sögu Jóns Kalmans Stefánssonar  Hilmar Jónsson gerir leikgerð og leikstýrir 34 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2008 SÝNING Kiru Kiru, Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur, í Suðsuðvestur lýkur sunnudag- inn 28. desember, svo nú fara að verða síðustu forvöð að skoða hana. Sýningin „Spilar út“ er hljóðverk ásamt 16 mm filmu og verður opið á milli kl. 14 og 17 þessa síðustu sýning- arhelgi ársins. Kira Kira fæst jöfnum hönd- um við myndlist og tónlist. Hún er forsprakki list- hreyfingarinnar Tilraunaeldhússins, sem starf- rækt hefur verið bráðum í tíu ár, og fæst þar við samband framsækinnar raftónlistar og mynd- listar. Myndlist Síðasta sýningar- helgi hjá Kiru Kiru Kira Kira TÍUNDU árlegu tónleikarnir til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna verða haldnir í Háskólabíói laugardaginn 27. desember kl. 16.00. Einar Bárðarson átti hugmyndina að þessum árlega viðburði. Lið valinkunnra lista- manna kemur fram. Þess má geta að allir gefa vinnu sína og öll tæki sem til þarf koma og fara án endurgjalds. Ágóðinn rennur því óskiptur til góðs málefnis. Að loknum tónleikunum á síð- asta ári höfðu safnast 25 milljónir á níu árum, en nú stendur til að bæta enn við. Miðaverð er 2.500 kr. Tónlist Krabbameinssjúk börn styrkt Einar Bárðarson HLÍN Pétursdóttir sópr- ansöngkona ætlar að syngja í Gallerí Marló á Laugaveginum í dag á milli kl. 16 og 17, gest- um og gangandi til yndisauka á Þorláksmessu. Hún syngur m.a. ljóð eftir Nínu Björk Árnadóttur við lag Atla Heimis Sveinssonar. Í Gallerí Marló stendur enn yfir sýningin „Með þinni skrift“ sem samanstendur af ljóðum. Margar af okkar helstu skáldkonum hafa rammað inn og skrifað upp ljóð sín fyrir sýn- inguna. Tónlist Söngur í galleríi á Laugaveginum Hlín Pétursdóttir BRESKA leik- skáldið Adrian Mitchell, sem þekktur var fyr- ir ádeiluljóð sín um kjarn- orkustríð, Víet- nam, fangelsi og kynþáttahatur, er látinn í Bret- landi 76 ára að aldri. Mitchell, sem var blaðamaður á yngri árum, hlotnaðist sá heiður árið 2002 að vera tilnefndur af sósíalíska tímaritinu Red Pepper, sem „skugga-lárviðarskáld“. Er þar vísað til hefðar sem ríkir á þingi í Bretlandi þar sem stjórn- arandstaðan er með „skugga- ráðherra“ á sínum snærum. Breskur almenningur sýndi hon- um líka mikla hollustu árið 2004, en á degi ljóðsins það ár var ljóð Mitchells, „Human Beings“ eða „Mannskepnan“ það ljóð sem flest- ir vildu láta skjóta í hylki út í geiminn til varðveislu að eilífu. Síðasta ljóðið ort 18. desember Síðasta ljóð hans var ort þann 18. desember síðastliðinn og hugs- að sem gjöf til vina og vanda- manna nú um jólin. Titill þess var „My Literary Career so Far“ eða „Ferill minn á sviði bókmennta fram að þessu“ en í neðanmáls- grein fylgdi skipun um að njóta lestrarins yfir glasi af góðu víni og skála fyrir friði á komandi ári. Samstarf Mitchell við Peter Brook markaði þáttaskil í lífi hans, en samvinna þeirra í verki tileink- uðu Víetnamstríðinu vakti gríð- arlega athygli á sínum tíma. Stríð Úr Víetnamstríðinu. Fyrst og fremst pólitískur Adrian Mitchell. Mitchell allur STYRKIR Snorra Sturlusonar hafa nú verið veittir í sautjánda sinn. Samkvæmt reglum um styrk- ina, sem gefnar voru út 1992, skulu þeir árlega boðnir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræði- mönnum til að dveljast á Íslandi í því skyni að kynnast sem best ís- lenskri tungu, menningu og mann- lífi. Tuttugu og átta umsóknir bár- ust frá átján löndum. Þau sem hljóta styrki árið 2009, til þriggja mánaða hvort, eru: Dr. Emily Lethbridge, fræði- maður í Cambridge, Bretlandi, til að fást við varðveislu fjögurra fornsagna sem handritið AM 556a 4to, svokölluð Eggertsbók, hefur að geyma. Dr. Leszek Pawel Slupecki, pró- fessor, Rzeszowháskóla, Póllandi, til að þýða Snorra-Eddu á pólsku, skrifa inngang að þýðingunni og skýringar við hana. Styrkir Snorra Sturlusonar Ég ímynda mér lag sem virkar á alla jarð- arbúa eins og þeir væru ein persóna. 38 » Leikarar eru: Baldur Trausti Hreinsson, Birna Hafstein, Björn Hlynur Haraldsson, Edda Arnljótsdóttir, Eggert Þorleifsson, Elma Lísa Gunn- arsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Esther Talía Casey, Friðrik Friðriksson, Jörundur Ragn- arsson, Ólafur Darri Ólafsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Val- ur Freyr Einarsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Vignir Hrafn Valþórsson. Ragnhildur Gísladóttir sem- ur tónlistina, Finnur Arnar Arnarson sér um leikmynd og Þórunn María Jónsdóttir hannar búninga. Jón Atli Jón- asson er aðstoðarmaður leik- stjóra. Sumarljós er frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleik- hússins 26. desember

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.